Fréttir

Skóflustunga tekin að 10.000 fermetra húsnæði heilbrigðisvísindasviðs HÍ við LSH

Stór dagur í dag þegar tekin var skóflustunga að 10.000 fermetra húsnæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Það mun tengjast Læknagarði sem er um 8.000 fermetrar og saman verður þarna nánast öll aðstaða heilbrigðisvísinda HÍ, læknanám, lyfjafræði, hjúkrunarfræði, sjúkraliðar, sjúkraþjálfun, geislafræði, sálfræði o.fl. Nálægðin við Landspítala og svo báða háskólana skiptir þarna miklu máli eins og voru ein rökin fyrir áframhaldandi byggingu við Hringbraut.

Málþing og aðalfundur Spítalinn okkar þriðjudaginn 25.apríl í Nauthól kl. 15.30. Málþing hefst kl. 16.15.

Að loknum aðalfundi Spítalans okkar sem er haldinn þann 25.apríl kl. 15.30 hefst mjög áhugavert málþing kl. 16.15. Gert er ráð fyrir samtals 210 milljarða fjárfestingu í framkvæmdum á Hringbrautarsvæðinu og inn í því annar áfangi fjárfestinga í göngudeildarhúsi, meira legurými og fleira. Frétt um það er t.d. á: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/04/19/Aaetlun-um-fjarfestingu-i-heilbrigdi-thjodarinnar/? Meira um dagskrá hér að neðan.

Spennandi dagskrá á aðalfundi og málþingi

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Spítalinn okkar standa fyrir stuttu málþingi.

Skóflustunga fyrir rannsóknarhús Landspítala

Sá gleðilegi áfangi náðist föstudaginn 3. september að heilbrigðisráðherra, rektor Háskóla Íslands, forstjóri Landspítala og formaður stýrihóps Landspítala tóku skóflustungu að nýju rannsóknarhúsi Landspítala.

Aðalfundur Spítalans okkar 2021

Aðalfundur Spítalans okkar 2021 verður haldinn á Nauthól 25. maí 2021 og hefst kl. 16.00. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fáum við að hlýða á tvö áhugaverð erindi. Annars vegar um stöðuna á Hringbrautarverkefninu og hins vegar um þau tækifæri sem felast í því að nýtt húsnæði rísi fyrir geðþjónsutu Landspítala. Lokaorð á fundinum flytur Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar.

Aðalfundi Spítalans okkar frestað

Vegna COVID-19 veirunnar verður aðalfundi samtakanna frestað um óákveðinn tíma. Bestu kveðjur frá stjórn.

Aðalfundur Spítalans okkar verður 10. mars á Nauthól

Þá nálgast aðalfundur samtakanna óðfluga, en hann verður haldinn 10. mars kl. 16 á veitingastaðnum Nauthól.

Dagskrá afmælismálþings 12. nóvember

Senn líður að afmælismálþingi samtakanna, sem fram fer þann 12. nóvember. Þar verður margt góðra gesta og sérstakur gestur kemur frá Svíþjóð, frumkvöðullinn Charlotta Tönsgård sem er framkvæmdastýra heilbrigðistæknisprotans KIND APP.

Afmælismálþing Spítalans okkar 12. nóvember!

Þann 12. nóvember verður afmælismálþing Spítalans okkar í tilefni fimm ára afmælis landssamtakanna. Við fáum góða gesti til að fagna með okkur þessum tímamótum, m.a. Charlottu Tönsgård, framkvæmdastjóra Kind App sem er sænskt nýsköpunarfyrirtæki tengt heilbrigðisþjónustu.

Mikilvægir áfangar í byggingu nýs Landspítala

Skýrsla stjórnar landssamtakanna Spítalans okkar fyrir árið 2018, var kynnt á aðalfundi samtakanna 12. mars síðastliðinn.