Skóflustunga tekin að 10.000 fermetra húsnæði heilbrigðisvísindasviðs HÍ við LSH
06.07.2023
Stór dagur í dag þegar tekin var skóflustunga að 10.000 fermetra húsnæði heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Það mun tengjast Læknagarði sem er um 8.000 fermetrar og saman verður þarna nánast öll aðstaða heilbrigðisvísinda HÍ, læknanám, lyfjafræði, hjúkrunarfræði, sjúkraliðar, sjúkraþjálfun, geislafræði, sálfræði o.fl. Nálægðin við Landspítala og svo báða háskólana skiptir þarna miklu máli eins og voru ein rökin fyrir áframhaldandi byggingu við Hringbraut.