Vel sótt og vel heppnað málþing!

Afmælismálþing samtakanna Spítalinn okkar var afar vel sótt og vel heppnað. Gerður var góður rómur að erindum þeirra sem stigu á stokk og fjölluðu um menntun, vísindi og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu.

Dagskrá afmælismálþings 12. nóvember

Senn líður að afmælismálþingi samtakanna, sem fram fer þann 12. nóvember. Þar verður margt góðra gesta og sérstakur gestur kemur frá Svíþjóð, frumkvöðullinn Charlotta Tönsgård sem er framkvæmdastýra heilbrigðistæknisprotans KIND APP.