Undirritun samnings 9. júlí milli ríkis og Ístaks um stækkun Grensás

I dag þann 9. júlí var undirritaður samningur milli ríkisins og Ístak um stækkun Grensás. Á mynd eru Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Karl Andreassen, forstjóri Ístaks, sem undirrituðu samninginn og vottar voru þau Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala og Guðrún Pétursdóttir, formaður Hollvinasamtaka Grensáss.

Framkvæmdafréttir frá Nýja Landspítalanum ohf. (NLSH ohf)

Það koma alltaf út reglulega fréttir af starfsemi Nýja landspítalans Hér að neðan eru framkvæmdafréttir frá Nýja Landspítalanum ofh. (NLSH ohf.). Stjórnvöld hafa ákveðið að víkka út starfsemi félagsins vegna þeirrar miklu þekkingar sem orðið hefur til innan félagsins við uppbyggingu sjúkrahúsa. Verið er að undirbúa og framkvæma þá þætti sem snúa að viðbyggingu við Grensás, stækkun Spítalans á Akureyri og svo að sjálfsögðu áframhaldandi verkefni innan kjarnastarfsemi NLSH þar sem ýmislegt er framundan eins og kom fram á aðalfundinum. Sjá link inn á áhugaverðar framkvæmdafréttir hér að neðan.