Aðalfundur og málþing Spítalans okkar 23.apríl 2024

Áttum góðann aðalfund hjá Spítalinn okkar þann 23.apríl 2024 á 10 ára afmæli samtakanna. Talsvert miklar breytingar urðu á stjórn. Fyrst skal nefna að Anna Stefánsdóttir gaf ekki kost á sér, en hún hefur verið formaður frá stofnun Spítalans okkar árið 2014. Þær Guðrún Ágústsdóttir og Anna Lilja Gunnarsdóttir gáfu heldur ekki kost á sér. Í þeirra stað voru kjörnar þær Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Maria Heimisdóttir, starfsmaður hjá heilbrigðisráðuneytinu, en nú forstöðumaður hjá stýrihóp Nýja Landspítala ohf. og tengiliður ráðuneytisins við stýrihóp Nýja Landspítala ohf. (NLSH ohf.) https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=d821c013-e87e-11ea-811d-005056bc8c60 . Allar tengjast nýju stjórnarkonurnar velferðarmálum mjög náið. Áfram eru í stjórn Erling Ásgeirsson f.v. formaður NLSH, Gunnlaug Ottesen, tölvunarfræðingur, Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt og Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur og varaborgarfulltrúi í Reykjavík sem var kosinn formaður á aðalfundinum.

Spennandi málþing á 10. ára afmælisári Spítalans okkar 23. apríl n.k.

Í tilefni af 10. ára afmæli Spítalans okkar verður efnt til málþings sem hefst að loknum aðalfundi 2024. Þrjú áhugaverð erindi verða í boði fyrir gesti málþingsins, öll tengjast þau framtíð Landspítala

Aðalfundur Spitalans okkar 2024

Aðalfundur Spítalans okkar verður haldinn þriðjudaginn 23 apríl n.k. á Nauthól og hefst kl. 15.00. Núna í þessum mánuði eru 10 ár frá stofnfundi Spítalans okkar og verður þess minnst á aðalfundinum.