07.12.2024
Árlega aðventumálstofa NLSH (Nýja Landspítala) var haldinn Þann 5.desember og lét formaðurinn ekki hjá líða að mæta enda fæst þarna alltaf greinargott yfirlit yfir verkefni í gangi. Þessi vettvangur er hugsaður fyrir hagaðila um framgang verkefna félagsins.
04.12.2024
Góðar upplýsingar frá Nýja Landspítala (NLSH ohf.) um stöðu framkvæmda hjá félaginu. Vek sérstaka athugli á video sem er tekið með dróna og hlekkur er inná kynningunni á tveimur stöðum. Afar fróðlegt að sjá þetta allt úr lofti. Neðst þarna í Framkvæmdafréttum er hlekkur inn á pdf skjalið.
https://www.nlsh.is/fjolmidlasamskipti/frettir/utgafa-framkvaemdafretta-nr.-103
01.12.2024
Heilbrigðisþing 2024 var haldið á Hilton Reykjavík Nordica hótel í troðfullum sal 28. nóvember 2024. Það var að þessu sinni helgað heilsugæslunni. Hér að neðan eru nánari fréttir.