Aðventumálstofa NLSH 5. desember

Árlega aðventumálstofa NLSH (Nýja Landspítala) var haldinn Þann 5.desember og lét formaðurinn ekki hjá líða að mæta enda fæst þarna alltaf greinargott yfirlit yfir verkefni í gangi. Þessi vettvangur er hugsaður fyrir hagaðila um framgang verkefna félagsins.

Framkvæmdafréttir frá Nýja Landspítalanum (NLSH ohf.)

Góðar upplýsingar frá Nýja Landspítala (NLSH ohf.) um stöðu framkvæmda hjá félaginu. Vek sérstaka athugli á video sem er tekið með dróna og hlekkur er inná kynningunni á tveimur stöðum. Afar fróðlegt að sjá þetta allt úr lofti. Neðst þarna í Framkvæmdafréttum er hlekkur inn á pdf skjalið. https://www.nlsh.is/fjolmidlasamskipti/frettir/utgafa-framkvaemdafretta-nr.-103

Heilbrigðisþing 2024

Heilbrigðisþing 2024 var haldið á Hilton Reykjavík Nordica hótel í troðfullum sal 28. nóvember 2024. Það var að þessu sinni helgað heilsugæslunni. Hér að neðan eru nánari fréttir.