Fréttabréf frá stjórn samtakanna

Anna Stefánsdóttir, formaður stjórnar Spítalans okkar, sendi félögum árlegt fréttabréf á dögunum. Þar er fjallað um störf og áherslumál stjórnar og nýjustu fréttir af gangi Hringbrautarverkefnisins. Fréttabréfið má lesa í heild sinni á heimasíðunni.

Skóflustunga fyrir rannsóknarhús Landspítala

Sá gleðilegi áfangi náðist föstudaginn 3. september að heilbrigðisráðherra, rektor Háskóla Íslands, forstjóri Landspítala og formaður stýrihóps Landspítala tóku skóflustungu að nýju rannsóknarhúsi Landspítala.

Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2020

Á aðalfundinum 25. maí 2021 flutti Anna Stefánsdóttir formaður skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2020. Hana má lesa í heild sinni með því að velja „lesa meira“.

Næsta áherslumál samtakanna kynnt á aðalfundi

Anna Stefánsdóttir, formaður samtakanna reifaði starf samtakanna og helstu vörður í Hringbrautarverkefninu í ræðu á aðalfundi. Þar kom hún inn á það hagsmunamál sem samtökin munu næst setja á oddinn. Ræðuna má lesa í heild sinni hér.

Stjórn samtakanna endurkjörin á aðalfundi 2021

Allt stjórnarfólk í samtökunum Spítalinn okkar bauð sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá var Anna Stefánsdóttir, stofnandi samtakanna kjörin formaður. Frábær erindi voru flutt á fundinum að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum.

Aðalfundur Spítalans okkar 2021

Aðalfundur Spítalans okkar 2021 verður haldinn á Nauthól 25. maí 2021 og hefst kl. 16.00. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fáum við að hlýða á tvö áhugaverð erindi. Annars vegar um stöðuna á Hringbrautarverkefninu og hins vegar um þau tækifæri sem felast í því að nýtt húsnæði rísi fyrir geðþjónsutu Landspítala. Lokaorð á fundinum flytur Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar.