Hér má finna margvíslegt efni sem tengist nýjum Landspítala við Hringbraut: Greinaskrif og viðtöl frá árunum 2002 til dagsins í dag, kynningarrit og sjónvarpsþætti, myndbönd sem lýsa hönnunarferli nýs Landspítala, ræður, skýrslur, pistla og aðrar heimildir úr starfi samtakanna sem og frá umræðunni um nýjan Landspítala við Hringbraut.
Greinaskrif og viðtöl
2019
2018
- Nýjum áföngum fagnað. Grein eftir Oddnýju Sturludóttur og Önnu Stefánsdóttur, stjórnarkonur í Spítalanum okkar. Greinin birtist í Fréttablaðinu, þann 22. júní, 2018.
- Framkvæmdir að hefjast við nýjan spítala. Viðtal við Ásbjörn Jónsson verkefnastjóra Nýs Landspítala í fréttum RÚV þann 12. júní, 2018.
- Nýr Landspítali við Hringbraut á áætlun. Viðtal við Pál Matthíasson forstjóra Landspítala í fréttum RÚV þann 21. maí, 2018.
- Landspítali í sókn. Grein eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í Morgunblaðinu þann 30. apríl, 2018.
- Stór dagur fyrir Landspítalann. Viðtal við Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala á útvarpsstöðinni K100 þann 26. apríl, 2018.
- Klárum uppbyggingu við Hringbraut sem fyrst. Grein eftir Þorkel Sigurlaugsson, varaformann Spítalans okkar í Morgunblaðinu þann 25. apríl, 2018.
- Málið þolir enga bið. Viðtal við Ölmu D. Möller landlækni, í Morgunblaðinu þann 7. apríl, 2018.
- Fagnar staðfestingu á byggingu nýs Landspítala. Viðtal við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítala á RÚV þann 6. apríl, 2018.
- Flutningur spítalans stóreykur bílaumferð. Grein eftir Pawel Bartoszek í Fréttablaðinu þann 21. mars, 2018.
- Enn um staðarvalið og umsagnir um þingsályktunartillögu. Grein eftir Þorkel Sigurbjörnsson, varaformann stjórnar Spítalans okkar sem birtist í Morgunblaðinu þann 10. mars, 2018.
- Glæsileg uppbygging Landspítala við Hringbraut. Grein í Kjarnanum eftir Hans Guttorm Þormar og Þorkel Sigurlaugsson sem birtist þann 1. mars, 2018.
- Sannleikurinn er sagna bestur - Til nokkurra Alþingismanna. Grein eftir Þorkel Sigurbjörnsson, varaformann stjórnar Spítalans okkar sem birtist í Morgunblaðinu þann 24. febrúar, 2018.
- Íslenskt heilbrigðiskerfi getur ekki beðið. Viðtal við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í Morgunblaðinu þann 25. janúar, 2018.
2017
- Nýtt sjúkrahótel bót fyrir fólk utan af landi. Viðtal við Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra á Landspítala á RÚV, þann 21. nóvember, 2017.
- Er upplýst umræða eins og fíllinn í postulínsbúðinni? Grein eftir Hans Guttorm Þormar sem birtist í Kjarnanum þann 26. október, 2017.
- Fyrsta skóflustunga 2018/2019. Viðtal við Gunnar Svavarsson frá Nýjum Landspítala þann 17. júlí, 2017.
- Hugleiðing um íslenska heilbrigðiskerfið. Grein eftir Dagbjörtu Jónsdóttur sjúkraliða á Landspítala, sem birtist í Fréttablaðinu þann 4. maí, 2017.
- Nýr Landspítali byggður 2018-2022. Frétt í Morgunblaðinu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birtist þann 31. mars, 2017.
- Húsnæði Landspítala - Þjóðarskömm. Grein eftir Reyni Arngrímsson lækni sem birtist í Fréttablaðinu þann 23. mars, 2017.
- Hvað verður að finna í rannsóknarhúsi Landspítala? Grein með samantekt Oddnýjar Sturludóttur, stjórnarkonu í Spítalanum okkar á heimasíðu Spítalans okkar, birt þann 21. febrúar 2017.
- Skortur á einbýlum á Landspítala - vandamál við einangrun smitandi sjúklinga. Grein eftir hjúkrunarfræðingana Berglindi Guðrúnu Chu, Ardísi Henriksdóttur, Ásdísi Elfarsdóttur Jelle, Jóhönnu Lilju Hjörleifsdóttur og Súsönnu K. Knútsdóttur sem skipa faghóp um hjúkrun á Landspítala. Greinin birtist í Fréttablaðinu þann 26. janúar, 2017.
2016
- Bráðadeild, bráðalegudeild og gjörgæsla verður ekki aðskilin frá kjarnastarfsemi spítala. Grein eftir Þorkel Sigurlaugsson, varaformann Spítalans okkar sem birtist í Morgunblaðinu þann 26. október, 2016.
- Uppbygging Landspítala við Hringbraut er mikilvægasta velferðarmálið. Grein eftir Þorkel Sigurlaugsson, varaformann Spítalans okkar sem birtist í Morgunblaðinu þann 11. október, 2016.
- Staðarval og staðleysur. Grein eftir Jón Ólaf Ólafsson, stjórnarmann í Spítalanum okkar. Greinin birtist þann 10. maí, 2016.
- Landspítali er og verður við Hringbraut. Viðtal í Reykjavík Vikublað við Þorkel Sigurlaugsson, varaformann Spítalans okkar þann 29. apríl, 2016.
- Sjúkrahúsið í Svartaskógi. Grein eftir Hans Guttorm Þormar sem birtist í Kjarnanum þann 17. apríl, 2016.
- Nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Grein eftir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala sem birtist í Kvennablaðinu þann 22. mars, 2016.
- Ekki samboðið okkur sem þjóð. Grein eftir Elínu Hirst þingkonu í Fréttablaðinu þann 17. mars, 2016.
- Frestun fullkomið ábyrgðarleysi. Viðtal við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur þingkonu í Morgunblaðinu þann 14. mars, 2016.
- Vill að Sigmundur fái annað forrit. Frétt í Morgunblaðinu þann 15. mars, 2016.
- Við þurfum spítala strax, helst í gær. Frétt RÚV frá borgarafundi um heilbrigðismál sem haldinn var í mars árið 2016.
2015
- Í samræmi við hugmyndafræði nýs svæðisskipulags. Viðtal við Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur, forstjóra Skipulagsstofnunar í Læknablaðinu árið 2015.
- Uppbygging í augsýn. Grein eftir Önnu Stefánsdóttur og Ölmu Möller, hjúkrunarfræðinga, sem birtist í Morgunblaðinu þann 11. desember, 2015.
- Landspítali + Háskóli = Sönn ást. Grein eftir Sæmund Rögnvaldsson, læknanema sem birtist í Fréttablaðinu þann 1. desember, 2015.
- Framtíðin bíður ekki. Grein í Fréttablaðinu þann 27. október árið 2015 eftir læknana Ölmu D. Möller, Unni A. Valdimarsdóttur, Tómas Guðbjartsson, Magnús Karl Magnússon, Engilbert Sigurðsson og Guðmund Þorgeirsson.
- Landspítali - fjöregg þjóðarinnar. Grein eftir Guðríði Kristínu Þórðardóttur formann hjúkrunarráðs og Reyni Arngrímsson formann læknaráðs sem birtist í Morgunblaðinu þann 24. október, 2015.
- Ekki hægt að snúa við í miðri á. Viðtal við Tómas Guðbjartsson yfirlækni á Stöð 2, þann 25. október, 2015.
- Nýtt þjóðarsjúkrahús - ávinningur okkar allra. Grein sem birtist í Morgunblaðinu 2. október, 2015 og er eftir Önnu Stefánsdóttur, Jón Ólaf Ólafsson, Oddnýju Sturludóttur, Kolbein Kolbeinsson, Gunnlaugu Ottesen, Þorkel Sigurlaugsson og Sigríði Rafnar Pétursdóttur, stjórnarfólk í samtökunum Spítalinn okkar.
- Landspítali við Hringbraut. Grein eftir Dag B. Eggertsson borgarstjóra, Pál Matthíasson forstjóra Landspítala og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Greinin birtist í Fréttablaðinu þann 4. september, 2015.
- Nýr spítali á nýjum stað? Viðtal við Gunnar Svavarsson frá Nýjum Landspítala og Hermann Guðmundsson frá samtökum um betri spítala á betri stað, í útvarpsþættinum Bítinu frá 14. október, 2015.
- Mikilvægt að bæta gæðin og gæta öryggis. Viðtal við Huldu Gunnlaugsdóttur, fyrrum forstjóra Landspítala í Morgunblaðinu þann 13. október, 2015.
- Nýframkvæmdir á Landspítalalóð að hefjast. Viðtal við Gunnar Svavarsson, formann byggingarnefndar Nýs Landspítala ohf., í útvarpsþættinum Samfélagið á RÚV, þann 13. október, 2015.
- Landspítali - háskólasjúkrahús, besti spítalinn við Hringbraut. Grein eftir Hans Guttorm Þormar sem birtist í Kjarnanum þann 12. maí, 2015.
- Hagkvæmast að byggja við Hringbraut. Viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. apríl, 2015.
- Ekkert má hökta með nýjan spítala. Viðtal við Önnu Stefánsdóttur, formann stjórnar Spítalans okkar í Morgunblaðinu þann 28. mars, 2015.
2014
- Sjúklingar liggja inni í tækjageymslu. Viðtal við Tómas Guðbjartsson yfirlækni á RÚV, þann 1. nóvember, 2014.
- Viðreisn Landspítalans. Grein eftir Þorstein Pálsson sem birtist á heimasíðu hans þann 3. október, 2014.
- Allir á einum stað. Viðtal við Maríönnu Garðarsdóttur röntgenlækni og Gunnar Bjarna Ragnarsson, krabbameinslækni í Morgunútgáfunni, þann 22. september, 2014.
- Skuggabaldrar heilbrigðis. Grein eftir Dagþór Haraldsson, aðstandanda sjúklings á Landspítala, sem birtist í Fréttablaðinu þann 5. september, 2014.
- Vill Landspítala í forgang. Viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum RÚV þann 16. júní, 2014.
- Sáttin um þjóðarsjúkrahúsið. Grein eftir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttir, þingkonu í Fréttablaðinu þann 22. maí, 2014.
- Þjóðarsátt um nýjan Landspítala. Viðtal við Kristján Möller, fyrrum þingmann og ráðherra, í Morgunblaðinu þann 19. maí, 2014.
- Algjör samstaða á Alþingi um byggingu nýs Landspítala. Viðtal við Kristján Möller, fyrrum þingmann og ráðherra, í útvarpsþættinum Bítinu þann 21. maí, 2014.
- Spítalinn okkar: Að svara kalli framtíðar og bæta fyrir vanrækslu síðustu ára. Grein eftir Svavar Gestsson, fyrrum þingmann og ráðherra, frá 20. apríl, 2014.
2013
- Höfum við efni á að byggja ekki?. Ritstjórnargrein eftir Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítala, sem birtist í Læknablaðinu árið 2013.
- Nýtt háskólasjúkrahús rísi sem fyrst. Frétt á heimasíðu Nýs Landspítala um ræðu Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskóla Íslands. Fréttin birtist þann 23. febrúar, 2013.
- Hvetja stjórnvöld til að byggja nýjan spítala. Ályktun Læknafélags Reykjavíkur frá aðalfundi félagsins í maí, 2013.
- Vill ekki fresta uppbyggingu Landspítalans. Viðtal við Þórarin Sigurðsson, lækningaforstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem birtist á heimasíðu RÚV þann 8. maí, 2013.
- Áríðandi að fá nýjan spítala. Viðtal við Tómas Guðbjartsson, lækni sem birtist í Fréttablaðinu þann 19. mars, 2013.
- Hætta á neyðarástandi á Landspítala. Leiðari Engilberts Sigurðssonar, ritstjóra Læknablaðsins og prófessors í geðlæknisfræði, birtist árið 2013.
2012
- Borgarstjórn samþykkti deiliskipulagið. Frétt á heimasíðu Nýs Landspítala þann 14. desember, 2012.
- Nýr Landspítali. Grein eftir meirihluta Samfylkingar og Besta flokks í borgarstjórn Reykjavíkur: Jón Gnarr, Dag B. Eggertsson, Oddnýju Sturludóttur, Einar Örn Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttur, Evu Einarsdóttur, Óttarr Proppé, Elsu Yoeman og Karl Sigurðsson. Greinin birtist í Fréttablaðinu þann 12. desember, 2012.
- Brýnt að endurnýja húsnæði til að mæta aukinni þörf. Viðtal við Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Landspítala og Gyðu Baldursdóttur hjúkrunarfræðing og verkefnastjóra hjá Nýjum Landspítala, í Bítinu þann 13. desember, 2012.
- Spítalinn á að vera miðsvæðis og innan um aðra byggð. Frétt á heimasíðu Nýs Landspítala þar sem sagt er frá erindi Sigurðar Einarssonar arkitekts. Erindið var flutt á samráðsþingi Nýs Landspítala í desember, 2012.
- Endurnýjun Landspítala brýnt þjóðþrifamál. Grein eftir Gyðu Baldursdóttur hjúkrunarfræðing og Jóhannes M. Gunnarsson lækni sem birtist í Velferð, tímariti Hjartaheilla árið 2012.
- Ekki gera ekki neitt - um byggingu sameinaðs Landspítala. Grein eftir Ölmu Möller sem birtist í Morgunblaðinu þann 22. nóvember, 2012.
- Borgarstjórn samþykkti breytta svæðisskipulagstillögu. Frétt á heimasíðu Nýs Landspítala þann 20. nóvember, 2012.
- Landspítali - Öryggisnet í þágu og eigu þjóðar. Grein eftir Sigríði Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar og Ólaf Baldursson framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Greinin birtist í Fréttablaðinu þann 20. júní, 2012.
- Betri aðbúnaður sjúklinga í augsýn. Grein eftir Kristínu Gunnarsdóttur, deildarstjóra á gjörgæsludeild Landspítala sem birtist í Fréttablaðinu þann 20. júní, 2012.
- Nýtt rannsóknarhús leysir 36 ára gamlan vanda. Grein eftir Erlu Sigvaldadóttur yfirlífeindafræðing á Landspítala og Karl G. Kristinsson yfirlækni á sýklafræðideild Landspítala, sem birtist í Fréttablaðinu þann 1. maí, 2012.
- Nýtt sjúkrahótel er nauðsyn. Grein eftir Bryndísi Konráðsdóttur, forstöðumann sjúkrahótels, sem birtist í Fréttablaðinu þann 31. mars, 2012.
- Stærri spítali er ekki pjatt heldur nauðsyn. Grein eftir Hlíf Steingrímsdóttur og Kristjönu G. Guðbrandsdóttur, stjórnendur blóðlækningadeildar Landspítala, í Fréttablaðinu þann 14. mars, 2012.
- Nýtt hús - til hvers? Grein eftir Sigurð Guðmundsson fyrrverandi forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ í Fréttablaðinu þann 28. febrúar, 2012.
- Nýr spítali - já takk! Grein eftir Hildi Helgadóttur í Fréttablaðinu, 21. febrúar, 2012.
- Spítalinn okkar allra. Grein eftir Önnu Stefánsdóttur og Gyðu Baldursdóttur, hjúkrunarfræðinga, í Fréttablaðinu þann 22. febrúar, 2012.
2002-2011
- Framtíðarskipulag Landspítala Íslands við Hringbraut. Grein eftir Pál Hjaltason, formann skipulagsráðs Reykjavíkurborgar sem birtist á heimasíðu Nýs Landspítala þann 7. október, 2011.
- Nýbygging Landspítalans og Háskóla Íslands - Af hverju? Grein eftir Sigurð Guðmundsson, forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og birtist á heimasíðu Nýs Landspítala þann 7. september, 2011.
- Hvað miðar uppbyggingu Landspítalans? Grein eftir yfirlæknana Guðmund Þorgeirsson og Þórð Harðarson, frá 16. febrúar, 2008.
- Nýr spítali - Miðstöð þjónustu, þekkingar og nýsköpunar. Grein eftir Kristínu Ingólfsdóttur, þáverandi rektor Háskóla Íslands sem birtist þann 2. febrúar, 2008.
- Háskólasjúkrahús - rétt hugsað á réttum stað. Grein eftir Eirík Steingrímsson prófessor og Magnús Karl Magnússon lækni á Landspítala sem birtist þann 14. júlí, 2006.
- Vandlega valinn staður fyrir nýja háskólasjúkrahúsið. Grein eftir Kristínu Ingólfsdóttur, þáverandi rektor Háskóla Íslands og Magnús Pétursson fyrrum forstjóra LSH. Greinin birtist þann 1. febrúar, 2006.
- Betri árangur með nýjum sjúkrahúsbyggingum. Grein eftir Torfa Magnússon lækni sem birtist þann 25. janúar, 2006.
- Þörf fyrir nýtt hátæknisjúkrahús. Grein eftir Þorkel Sigurlaugsson í Morgunblaðinu, þann 14. janúar, 2005.
- Uppbygging Landspítala við Hringbraut sögð skynsamleg. Viðtal við Ingibjörgu Pálmadóttur og Jón Kristjánsson, fyrrum ráðherra í Morgunblaðinu, þann 30. janúar, 2002.
Kynningarrit og sjónvarpsefni
- Landspítalaþorpið - sérsvæði á heimasíðu Landspítala um uppbygginguna við Hringbraut.
- Myndband frá ársfundi Landspítala 2018. Myndbandið sýnir viðtöl við starfsfólk þar sem það lýsir framtíðarsýn sinni í tengslum við uppbyggingu Landspítala við Hringbraut.
- Myndband frá ársfundi Landspítala 2018. Myndbandið sýnir þrívíddarlíkön, tölfræði og teikningar í tengslum við uppbyggingu Landspítala við Hringbraut.
- Upplýsingabæklingur Nýs Landspítala ohf. um Hringbrautarverkefnið. Bæklingurinn kom út í apríl 2018.
- Kynningarrit Nýs Landspítala ohf. á Hringbrautarverkefninu. Kynningarritið kom út þann 5. október, 2017.
- Kynningarrit Nýs Landspítala ohf. á Hringbrautarverkefninu. Kynningarritið kom út þann 26. október, 2016.
- Kynningarrit um sjúkrahótel á lóð Landspítala við Hringbraut. Kynningarritið kom út 10. desember, 2015.
- Landspítali fyrir framtíðina. Kynningarrit um nýjar byggingar Landspítala með viðtölum við m.a. Ölmu Möller og Hlíf Steingrímsdóttur yfirlækna, Sigríði Zoega hjúkrunarfræðing og Svandísi Báru Karlsdóttur sjúkraliða. Kynningarritið kom út í nóvember, 2012.
- Sjónvarpsþátturinn Atvinnulífið á Hringbraut - fyrri hluti. Í þessum þætti er m.a. viðtal við Pál Matthíasson, forstjóra Landspítala. Þátturinn er frá 20. október, 2015.
- Sjónvarpsþátturinn Atvinnulífið á Hringbraut - seinni hluti. Í þessum þætti er m.a. viðtal við Önnu Stefánsdóttur, formann stjórnar Spítalans okkar. Þátturinn er frá 28. október, 2015.
- Sjónvarpsþátturinn Atvinnulífið á Hringbraut. Í þessum þætti er fjallað um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og í honum má heyra viðtöl við fjölda fólks um málið. Þátturinn er frá 25. október, 2017.
Myndbönd frá vinnustofum starfsfólks í hönnunarferli nýs Landspítala
Ýmislegt í ræðu, riti, mynd og hljóði
- Ræða Önnu Stefánsdóttur, formanns stjórnar Spítalans okkar á stofnfundi samtakanna í apríl árið 2014.
- Frétt um stofnun landssamtakanna Spítalinn okkar, frá 9. apríl, 2014.
- Þrír pistlar um merkilegan hlut kvenna í baráttunni fyrir spítalabyggingum í upphafi 20. aldar. Pistlarnir voru unnir af Önnu Stefánsdóttur og Oddnýju Sturludóttur, stjórnarkonum í Spítalanum okkar.
- Hvikum hvergi - Undirskriftir hundruða Íslendinga um tafarlausa uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Áskorunin birtist 23. október árið 2015, í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu.
- Myndband frá því þegar skóflustunga var tekin að nýju sjúkrahóteli í nóvember árið 2015.
- Myndband frá málþingi Spítalans okkar sem haldið var í október árið 2015.
- Myndband frá erindi Sigríði Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, á málþingi Spítalans okkar í október árið 2015. Erindið ber heitið Nýtt húsnæði: Aukið öryggi sjúklinga.
- Myndband frá erindi Guðmundar Þorgeirssonar, prófessors í lyflækningum, á málþingi Spítalans okkar í október árið 2015. Erindið ber heitið Fræðasamfélagið og sérstaða háskólasjúkrahúss.
- Myndband frá erindi Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur, forstjóra Skipulagsstofnunar, á málþingi Spítalans okkar í október árið 2015. Erindið ber heitið Spítali í borg - skipulag Vatnsmýrar.
- Myndband frá erindi Gísla Georgssonar, verk- og eðlisfræðingi á Landspítala, á málþingi Spítalans okkar í október árið 2015. Erindið ber heitið Nýr landspítali: Nauðsynleg tækniþróun.
- Myndband með ávarpi Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala á ársfundi Landspítala árið 2014. Ávarp Páls ber heitið Uppbygging í augsýn.
- Myndband með erindi Önnu Stefánsdóttur, formanns stjórnar Spítalans okkar á ársfundi Landspítala árið 2014.
- Vinningstillaga SPITAL um meðferðarkjarna nýs Landspítala.
- Skýrsla KPMG um Forsendur og hagkvæmni þess að staðsetja nýjan spítala við Hringbraut.
- Spurningar og svör - af heimasíðu Nýs Landspítala.
- Borgarsýn - tímarit skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar árið 2011, sem helgað var deiliskipulagi nýs Landspítala við Hringbraut.
- Það á engin/nn eftir að heimsækja þig Soffía. Myndband með erindi Klöru Guðmundsdóttur læknanema, frá málþingi Spítalans okkar í október, 2016.