Stofnskrá og ný lög frá 23.apríl 2024

Stofnskrá 

1.grein

Félagið heitir: Spítalinn okkar - landssamtök um uppbyggingu á nýju húsnæði Landspítala.

2. grein

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

3. grein

Tilgangur félagsins er að stuðla að nýbyggingu og endurnýjun Landspítala háskólasjúkrahúss, þannig að húsakostur, tæknibúnaður og aðstaða sjúklinga og starfsfólks spítalans þjóni nútíma þörfum. 

4. grein

Markmið félagsins er að auka stuðning og skilning meðal almennings og stjórnvalda á nauðsynlegum úrbótum á húsakosti spítalans þannig að: 

  • Þjóðin sé upplýst um þarfir fyrir aðstöðu til spítalaþjónustu vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar og aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í þjónustu og meðferð.
  • Almenningi sé kunnugt um fyrirliggjandi áætlanir um endurnýjun og viðbætur húsnæðis Landspítala.
  • Fylgt sé eftir fjármögnun og framkvæmd verkefnisins. 

5. grein

Félagið er opið öllum sem styðja tilgang þess og markmið, þ.e. einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Stofnfélagar eru þeir sem ganga í félagið eigi síðar en á 1. aðalfundi þess. 

6. grein

Öll starfsemi félagsins skal vera almenningi aðgengileg. 

7. grein

Aðalfund félagsins skal halda eigi síðar en 1. apríl ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Aðeins félagar mega vera þátttakendur í aðalfundi. Einfaldur meirihluti mættra félaga ræður úrslitum mála. Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
  7. Önnur mál

                                                                                         8. grein

Stjórn félagsins skal skipuð 7 félagsmönnum, formanni og 6 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega, að öðru leyti skiptir stjórnin  með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni þess milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Stjórnin getur skipað starfshópa um afmarkaða þætti.

Aðalfundur kýs einnig tvo skoðunarmenn til eins árs í senn til að endurskoða reikningshald félagsins. Skoðunarmenn skulu uppfylla hæfisskilyrði 2. mgr. 97. gr. ársreikningalaga nr. 3/2006.

9. grein

Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega. 

10. grein

Mögulegum rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang þess.

11. grein

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Landspítala.

12. grein

Stjórn samtakanna boðar til félagsfunda þegar þurfa þykir, eða ef 1/3 hluti félagsmanna óskar þess.

13. grein

Stofnskrá þessi var samþykkt á stofnfundi félagsins.

 

Reykjavík, 9. apríl 2014 

Undirritanir stjórnarmanna, nöfn og kennitölur.

Stofnskrá breytt á aðalfundi, 2. mars 2017, samanber fundargerð. 

Hlutverki og markmiðum breytt á aðalfundi 23.apríl 2024. Sjá ný lög félagsins hér að neðan. 

 

Lög landsamtakanna Spítalinn okkar.

 

1.grein

Félagið heitir: Spítalinn okkar - landsamtök um uppbyggingu húsnæðis, aðstöðu og þjónustu Landspítala.

2. grein

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

3. grein

Tilgangur félagsins er að styðja við þróun, nýbyggingu og endurnýjun Landspítala, þannig að húsakostur, tæknibúnaður og aðstaða sjúklinga og starfsfólks spítalans þjóni nútíma og framtíðar þörfum. Spítalinn okkar skal vera vettvangur fyrir almenna umræðu og nýjar hugmyndir í heilbrigðismálum sem getur nýst Landspítala og þar með heilbrigðiskerfinu almennt.

4. grein 

Markmið félagsins er að auka skilning og efla stuðning við uppbyggingu, aðstöðu og mönnun Landspítala í samstarfi við framkvæmdastjórn Landspítala, NLSH ohf., stjórnvöld og aðra hagaðila þannig að:

  • Landspítala verði gert kleift að sinna sínu lögbundna hlutverki sem aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús; þ.e. veita annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónustu, annast kennslu og sérmenntun í heilbrigðisgreinum og vera vettvangur fræðastarfa og vísindarannsókna.
  • Bætt verði aðstaða til menntunar til að styðja við tækninýjungar og mönnun á sviði heilbrigðisþjónustu þannig að heilbrigðiskerfið uppfylli þarfir sjúklinga í nútíð og framtíð.
  • Stuðningsumhverfi og samstarf Landspítala við tengda heilbrigðisstarfsemi verði eflt.
  • Samfélagið sé upplýst um þarfir fyrir aðstöðu, tækni og húsnæði til spítalaþjónustu vegna lýðfræðilegra breytinga og framþróunar í heilbrigðisþjónustu.

5. grein

Félagið er opið öllum sem styðja tilgang þess og markmið, þ.e. einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum.

6. grein

Öll starfsemi félagsins skal vera almenningi aðgengileg.

7. grein

Aðalfund félagsins skal halda eigi síðar en 1. maí ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Aðeins félagar mega vera þátttakendur í aðalfundi. Einfaldur meirihluti mættra félaga ræður úrslitum mála. Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
  7. Önnur mál

8. grein

Stjórn félagsins skal skipuð 7 félagsmönnum, formanni og 6 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega, að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni þess milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Stjórnin getur skipað starfshópa um afmarkaða þætti.

Aðalfundur kýs einnig tvo skoðunarmenn til eins árs í senn til að endurskoða reikningshald félagsins. Skoðunarmenn skulu uppfylla hæfisskilyrði 2. mgr. 97. gr. ársreikningalaga nr. 3/2006.

9. grein

Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

10. grein 

Mögulegum rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang þess.

11. grein

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Landspítala.

12. grein

Stjórn samtakanna boðar til félagsfunda þegar þurfa þykir, eða ef 1/3 hluti félagsmanna óskar þess.

13. grein

Stofnskrá með áorðnum breytingum var samþykkt á aðalfundi, 23. apríl 2024, samanber fundargerð.