26.09.2020
Aðalfundur Spítalans okkar 2020 fór fram í byrjun júní. Anna Stefánsdóttir var endurkjörin formaður stjórnar og áhugaverð erindi frá Ögmundi Skarphéðinssyni, Má Kristjánssyni og Maríu Heimisdóttur settu svip sinn á fundinn.
06.09.2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra skipuðu nýverið stýrihóp sem á að annast samþættingu hins margslungna byggingarverkefnis sem nýr Landspítali við Hringbraut er. Unnur Brá Konráðsdóttir leiðir starfshópinn.
31.05.2020
Vegna COVID-19 var aðalfundi samtakanna frestað í mars. Nú er komið að því að láta verða af aðalfundi og eru allir félagar hjartanlega velkomnir að taka þátt í hefðbundnum aðalfundarstörfum. Þrjú áhugaverð erindi verða einnig á dagskrá.
07.03.2020
Vegna COVID-19 veirunnar verður aðalfundi samtakanna frestað um óákveðinn tíma.
Bestu kveðjur frá stjórn.
27.02.2020
Þá nálgast aðalfundur samtakanna óðfluga, en hann verður haldinn 10. mars kl. 16 á veitingastaðnum Nauthól.