Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2020

Á aðalfundinum 25. maí 2021 flutti Anna Stefánsdóttir formaður skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2020. Hana má lesa í heild sinni með því að velja „lesa meira“.

Næsta áherslumál samtakanna kynnt á aðalfundi

Anna Stefánsdóttir, formaður samtakanna reifaði starf samtakanna og helstu vörður í Hringbrautarverkefninu í ræðu á aðalfundi. Þar kom hún inn á það hagsmunamál sem samtökin munu næst setja á oddinn. Ræðuna má lesa í heild sinni hér.

Stjórn samtakanna endurkjörin á aðalfundi 2021

Allt stjórnarfólk í samtökunum Spítalinn okkar bauð sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá var Anna Stefánsdóttir, stofnandi samtakanna kjörin formaður. Frábær erindi voru flutt á fundinum að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum.

Aðalfundur Spítalans okkar 2021

Aðalfundur Spítalans okkar 2021 verður haldinn á Nauthól 25. maí 2021 og hefst kl. 16.00. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fáum við að hlýða á tvö áhugaverð erindi. Annars vegar um stöðuna á Hringbrautarverkefninu og hins vegar um þau tækifæri sem felast í því að nýtt húsnæði rísi fyrir geðþjónsutu Landspítala. Lokaorð á fundinum flytur Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar.