Dagskrá afmælismálþings 12. nóvember

 Á þessu ári eru fimm ár liðin frá stofnfundi Spítalans okkar. Af því tilefni efnum við til málþings, lítum yfir farinn veg en fyrst og fremst horfum við til framtíðar og þeirra tækifæra sem nýtt þjóðarsjúkrahús hefur í för með sér fyrir starfsemi Landspítala og heilbrigðisþjónustuna í landinu. Á málþinginu mun Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra  flytja ávarp, Alma D. Möller landlæknir mun fjalla um nýtt þjóðarsjúkrahús og framtíð heilbrigðisþjónustu og Sigríður Gunnardóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala mun fjalla um menntun og vísindi til framtíðar. Þá mun Anna Stefánsdóttir formaður samtakanna bregða ljósi á þátt kvenna í uppbyggingu Landspítala í gegnum tímans rás. 

Sérstakur gestur málþingsins verður Charlotta Tönsgård, framkvæmdastjóri og stofnandi heilbrigðistæknisprotans „Kind App“. Kind App er nútíma samskiptaleið til að miðla þekkingu til notenda heilbrigðisþjónustu og milli starfsfólks. Appið nýtur aukinna vinsælda víða um heim.

Við hvetjum alla til að mæta á málþingið og hlusta á kunnáttufólk og góða gesti segja okkur frá því hvernig framtíð heilbrigðisþjónustu getur litið út. 

DAGSKRÁ
Málþingið hefst kl. 15 og því lýkur kl. 17. Að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar. 

Setning - Þorkell Sigurlaugsson varaformaður Spítalans okkar 

Þörfin kallar hærra með hverju árinu
-
Anna Stefánsdóttir, formaður Spítalans okkar

Nýtt þjóðarsjúkrahús - framþróun heilbrigðisþjónustu
Alma Möller, landlæknir

TÓNLIST! Blásarakvintett Skólahljómsveitar Grafarvogs

Vísindi og menntun til framtíðar
- Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala

Learnings and warnings from the boom of "digital health" in Sweden
Charlotta Tönsgård, framkvæmdastjóri og stofnandi heilbrigðistæknisprotans KIND APP. 

Lokaorð - Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 

Verið öll hjartanlega velkomin!