Þörfin kallar hærra með hverju ári (Ingibjörg H. Bjarnason, 1923)

Stjórnarkonurnar Anna Stefánsdóttir og Oddný Sturludóttir skrifuðu grein á dögunum þar sem mikilvægum áföngum í uppbyggingarferli Landspítala er fagnað. Það er tilhlýðilegt að tengja þá uppbyggingu við fleyg orð Ingibjargar H. Bjarnason sem barðist fyrir uppbyggingu spítala á fyrstu áratugum síðustu aldar, ásamt fleiri öflugum konum sem fyrstar settust á Alþingi Íslendinga.

„Ég hlakka til að taka fyrstu skóflustunguna að meðferðarkjarnanum í sumar, það sumar sem við um leið höldum upp á 100 ára afmæli fullveldis þjóðarinnar“

Svo mælti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, í örstuttri ræðu á Alþingi í gærkvöldi þar sem til umræðu var tillaga um endurskoðað staðarval Landspítala. Ráðherra þakkaði meirihluta Alþingis síðastliðinn 16 ár fyrir stuðning sinn við uppbyggingu Landspítala við Hringbraut.

Tilboð opnuð vegna nýs rannsóknahús Landspítala

Það er margt í pípunum í Hringbrautarverkefninu þessa dagana. Nýjustu tíðindi eru þau að opnuð hafa verið tilboð vegna fullnaðarhönnunar nýs rannsóknahúss Landspítala.

Gatnaframkvæmdir og jarðvinna vegna nýja meðferðarkjarnans

Í dag voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum í jarðvinnu og gatnaframkvæmdir vegna nýja meðferðarkjarnans, hjarta nýs Landspítala við Hringbraut. Þrjú tilboðanna reyndust vera undir áætlun.

Velferðarnefnd fellir tillögu um endurskoðað staðarval

Meirihluti velferðarnefndar Alþingis vill fella tillögu Miðflokksins um endurskoðað staðarval fyrir Landspítala við Hringbraut.

Uppbygging Landspítala í myndum

Sjón er sögu ríkari í myndbandi sem sýnt var á ársfundi Landspítala sem fram fór fyrir skemmstu. Í myndbandinu er uppbyggingu Landspítala lýst á myndrænan hátt auk þess sem sýnd eru viðtöl við starfsfólk spítalans.

Ræða Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á ársfundi Landspítala

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í ræðu sinni á ársfundi Landspítala að við hönnun nýbygginga Landspítalans væri horft til þarfa nemenda í heilbrigðisvísindum, sem styddi við fræðahlutverk háskólasjúkrahúss og annarrar þekkingarstarfsemi í Vatnsmýrinni.

Meðferðarkjarninn í sjónmáli

Í ársskýrslu Landspítala sem birt var á ársfundi spítalans í dag er meðal annars fjallað um að nú styttist í framkvæmdir við hinn mikilvæga meðferðarkjarna.

67. fundur stjórnar

Stjórnin ræddi umsögn samtakanna um tillögu til þingsályktunar um óháða, faglega staðarvalsgreiningu fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús.

66. fundur stjórnar

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH var gestur fundarins