30.05.2022
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Spítalinn okkar standa fyrir stuttu málþingi.
18.05.2022
Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar verður á Hótel Nordica þann 31. maí. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum verður blásið til stutts málþings.
01.12.2021
Anna Stefánsdóttir, formaður stjórnar Spítalans okkar, sendi félögum árlegt fréttabréf á dögunum. Þar er fjallað um störf og áherslumál stjórnar og nýjustu fréttir af gangi Hringbrautarverkefnisins. Fréttabréfið má lesa í heild sinni á heimasíðunni.
04.09.2021
Sá gleðilegi áfangi náðist föstudaginn 3. september að heilbrigðisráðherra, rektor Háskóla Íslands, forstjóri Landspítala og formaður stýrihóps Landspítala tóku skóflustungu að nýju rannsóknarhúsi Landspítala.
29.05.2021
Á aðalfundinum 25. maí 2021 flutti Anna Stefánsdóttir formaður skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2020. Hana má lesa í heild sinni með því að velja lesa meira.
29.05.2021
Anna Stefánsdóttir, formaður samtakanna reifaði starf samtakanna og helstu vörður í Hringbrautarverkefninu í ræðu á aðalfundi. Þar kom hún inn á það hagsmunamál sem samtökin munu næst setja á oddinn. Ræðuna má lesa í heild sinni hér.
29.05.2021
Allt stjórnarfólk í samtökunum Spítalinn okkar bauð sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá var Anna Stefánsdóttir, stofnandi samtakanna kjörin formaður. Frábær erindi voru flutt á fundinum að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum.
19.05.2021
Aðalfundur Spítalans okkar 2021 verður haldinn á Nauthól 25. maí 2021 og hefst kl. 16.00. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fáum við að hlýða á tvö áhugaverð erindi. Annars vegar um stöðuna á Hringbrautarverkefninu og hins vegar um þau tækifæri sem felast í því að nýtt húsnæði rísi fyrir geðþjónsutu Landspítala. Lokaorð á fundinum flytur Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar.
26.09.2020
Aðalfundur Spítalans okkar 2020 fór fram í byrjun júní. Anna Stefánsdóttir var endurkjörin formaður stjórnar og áhugaverð erindi frá Ögmundi Skarphéðinssyni, Má Kristjánssyni og Maríu Heimisdóttur settu svip sinn á fundinn.
06.09.2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra skipuðu nýverið stýrihóp sem á að annast samþættingu hins margslungna byggingarverkefnis sem nýr Landspítali við Hringbraut er. Unnur Brá Konráðsdóttir leiðir starfshópinn.