10.11.2024
Undirbúningur aðalfundar og umræður um hvort leggja ætti félagið niður eða halda áfram í tengslum við að Anna Stefánsdóttir er ekki tilbúin að gefa áfram kost á sér til formennsku.
10.11.2024
Undirbúningur aðalafundar, breytingar á hlutverki félagsins og nýir stjórnarmenn
10.11.2024
Undirritun fundargerðar aðalfundur og upplýsingar um heimsókn Hvidövre spítalans
02.11.2024
Það er mikið í gangi þessa dagana í byggingaframkvæmdum hjá Nýja Landspítalanum. Hann er með margt í gangi: Meðferðarkjarnann og rannsóknarhús, bílastæðahús og bílakjallari undir Sóleyjartorg, undirbúning framkvæmda við hús heilbrigðisvísindasviðs HÍ, stækkun á Grensás og viðbyggingu við sjúkrahúsið á Akureyri. Sjá meira að neðan með link inn á áhugaverðar myndir og myndbönd.
05.10.2024
Nýjar fréttir af framkvæmdum við nýbyggingar við Landspítala við Hringbraut, hús heilbrigðisvísindasvið HÍ, viðbyggingu við Grensás og spítalann á Akureyri.
https://www.nlsh.is/fjolmidlasamskipti/framkvaemdafrettir/
04.09.2024
Til hamingju Gunnar Thorarensen með þessa ráðningu og nýja stöðu sem yfirlæknir á skrifstofu framkvæmdastjóra lækninga. Þetta stefnumótunar og þróunarstarf verður áreiðanlega gagnlegt og til að stuðla að jákvæðri þróun innan Landspítala.
10.07.2024
I dag þann 9. júlí var undirritaður samningur milli ríkisins og Ístak um stækkun Grensás. Á mynd eru Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Karl Andreassen, forstjóri Ístaks, sem undirrituðu samninginn og vottar voru þau Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala og Guðrún Pétursdóttir, formaður Hollvinasamtaka Grensáss.
04.07.2024
Það koma alltaf út reglulega fréttir af starfsemi Nýja landspítalans Hér að neðan eru framkvæmdafréttir frá Nýja Landspítalanum ofh. (NLSH ohf.). Stjórnvöld hafa ákveðið að víkka út starfsemi félagsins vegna þeirrar miklu þekkingar sem orðið hefur til innan félagsins við uppbyggingu sjúkrahúsa. Verið er að undirbúa og framkvæma þá þætti sem snúa að viðbyggingu við Grensás, stækkun Spítalans á Akureyri og svo að sjálfsögðu áframhaldandi verkefni innan kjarnastarfsemi NLSH þar sem ýmislegt er framundan eins og kom fram á aðalfundinum. Sjá link inn á áhugaverðar framkvæmdafréttir hér að neðan.