Haldinn 21. febrúar 2024.kl.16:30 á Teams.
Mættir stjórnarmennirnir Þorkell Sigurlaugsson,varaform.,Anna Lilja Gunnarsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Erling Ásgeirsson.
Anna Stefánsdóttir og Guðrún Ágústsdóttir boðuðu forföll.
Varaform. setti og stjórnaði fundi.
Á dagskrá fundarins voru breytingar á starfsemi samtakanna Spítalinn okkar og hugmyndir um nýtt fólk í framboð til stjórnar samtakanna á næsta aðalfundi þann 23. apríl n.k.
Fundurinn tók ekki undir fram komnar tillögur um að leggja Landssamtökin Spítalinn okkar niður frá og með næsta aðalfundi. Stjórnarmenn voru sammála um að reyna til þrautar að fá hæft fólk inn í stjórnina í stað þeirra sem tilkynnt hafa að þeir gefi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þeir eru Anna Stefánsdóttir, sem hefur verið formaður samtakanna allt frá stofnun eða alls í 10 ár. Guðrún Ágústsdóttir og Anna Lilja Gunnarsdóttir.
Þorkell upplýsti um viðræður sínar við mögulega frambjóðendur og taldi nokkuð víst að á næsta fundi stjórnar í mars n.k. væri frágengið hverjir gæfu kost á sér í stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna 23. apríl n.k.
Rætt var um breytingar á hlutverki og starfsemi samtakanna. Þorkell mun leggja fyrir næsta stjórnarfund nokkrar hugmyndir í þeim efnum.
Fundi slitið kl. 17:30
Fundargerð ritar Erling Ásgeirsson