113.stjórnarfundur

Spítalinn okkar

                                           113. fundur stjórnar

Haldinn 16. apríl 2024 í Grósku Bjargargötu 1 kl.16:00.

Mættir voru Anna Stefánsdóttir form., Þorkell Sigurlaugsson varaform., Anna Lilja Gunnarsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Erling Ásgeirsson, Gunnlaug Ottesen og Jón Ólafur  Ólafsson. 

Stjórnarform. Anna Stefánsdóttir setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerðir.
    1. Fundargerðir 110,111, og 112 funda voru lagðar fram og samþykktar án athugasemda.
    2. Aðalfundur 23. apríl n.k.
      1. Rætt var um form fundarins. Aðalfundurinn mun standa frá kl.15:00 til kl. 16:00. Þá  hefst málþing undir kjörorðinu „Áherslur næstu 5 ára“. Þar munu flytja erindi þeir Runólfur Pálsson forstjóri LSH, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH ohf, og Jón Hilmar Friðriksson forstöðum. hjá LSH. Áætlað er að málþinginu ljúki kl. 17:30. Þorkell mun athuga hvort Ingibjörg Pálmadóttir er tilbúin að vera með lokaorð á málþinginu. 
      2. Breytingar á lögum Landsamtakanna Spítalinn okkar.
        1. Þorkell lagði fram og fór yfir lögin með áorðnum breytingum sem fráfarandi stjórn mun leggja fram á aðalfundinum þann 23. apríl n.k.
        2. Fyrirhugaðar breytinga miða að því að útvíkka starfsemi samtakanna í takt við tíðarandann.
        3. Reikningar félagsins fyrir 2023.
          1. Anna Lilja Gunnarsdóttir lagði fram og kynnti reikninga samtakanna fyrir starfsárið 2023. Þar kom fram lítilsháttar halli vegna ársins 2023 sem byggir á að ekki voru innheimt félagsgjöld fyrir árið 2022, sem hefðu skilað sér að hluta inn á árið 2023 og félagsgjöld fyrir árið 2023 voru með eindaga á árinu 2024 og skila sér þess vegna ekki inn á rekstrarárið nema að litlu leyti árið 2023.  
          2. Önnur mál
            1. Rætt um að veglegar veitingar verði fram bornar að loknum aðalfundinum, fyrir málþingið, í tilefni af 10 ára afmæli samtakanna.  Farið var yfir ýmis framkvæmdaratriði s.s. auglýsingar vegna aðalfundarins og málþingsins o.fl..   
            2. Anna form. bauð upp á ljúffenga tertu í tilefni þess að þetta var hennar síðasti stjórnarfundur sem og Önnu Lilju  og Guðrúnar. Þeim var þakkað fyrir samstarfið en viðeigandi þökkum verður að sjálfsögðu  komið á framfæri á aðalfundinum.                                                      

Fundi slitið kl.17:30

 

Fundargerð ritar Erling Ásgeirsson