70. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 15. mars 2018 kl. 17.45-18.00 á Hótel Natura
Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Kolbeinn Kolbeinsson og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll Jón Ólafur Ólafsson og Oddný Sturludóttir.
Dagskrá:
1. Stjórn skiptir með sér verkum. Formaður leggur til að Oddný Sturludóttir verði ritari, Kolbeinn Kolbeinsson verði gjaldkeri og Þorkell Sigurlaugsson verði varaformaður. Samþykkt.
2. Aðalfundur og málþing. Fjölmennt var á aðalfundi og málþingi eða nálægt 70 manns þegar mest var. Mikill hugur í fólki og góður rómur gerður að erindunum á málþinginu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra flutti lokaorð. Hún sagði m.a að mikill hugur væri í ríksstjórninni að ljúka við Hringbrautarverkefnið og að byrjað yrði á meðferðarkjarnanum á þessu ári. Stjórnarmenn ánægðir með fundinn.
3. Önnur mál. Næsti fundur ákveðin 10. apríl n.k.
Fundi slitið kl. 18.00
Fundargerð ritaði Anna Stefánsdóttir