7. fundur stjórnar

7. stjórnarfundur  haldinn 18.ágúst kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni.

 Mætt voru: Anna Elísabet Ólafsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen,  Jón Ólafur Ólafsson (hluta af fundinum) og Þorkell Sigurlaugsson.   Fjarverandi: Bjarney Harðardóttir

Fundarritun: Gunnlaug Ottesen

 1)      Fundargerðir síðstu funda undirritaðar.

2)      Verkefni á haustmisseri.

Fjámögnunar- og kynningarmál

  • Rætt var um þá umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum undanfarnar vikur um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala. Fram kom að mjög mikilvægt væri að útbúa markaðs- og kynningaráætlun fyrir samtökin og hafa þannig áhrif á fréttaflutning um málið. Einnig kom fram að mikilvægt væri að verkefnahópar um kynningarmál og fjármögnun ynnu þétt saman.
  • Verkefnahópur um kynningarmál mun hittast næst þann 26. ágúst.
  • Verkefnahópur um fjármögnun mun útfæra enn frekar hugmyndir um fjármögnun.
  • Rætt var að þrátt fyrir að kynningarritið okkar um félagið væri mjög gott þá þyrfi að taka saman meira efni með rökin með málinu og efni sem hægt er að nýta í umræðu um málið.
  • Fundarmenn skiptu með sér verkum um að skoða óformlega afstöðu þingmanna til málsins.

 Stofnfélagar/stuðningsmenn

  • Fram kom að fjöldi félaga væri núna um 465 og markmið um að fjölga þeim í 1000 á árinu væri enn raunhæft.

 Fjáröflun

  • Fram kom að fljótlega yrðu sendir út innheimtuseðlar vegna árgjalds til félaga en árgjaldið er 2500 kr. á ári.
  • Verið er að skoða með hvaða hætti væri hægt af afla félaginu fjármagns til reksturs samtakanna.

 3)      Önnur mál:

  • Sjúkrahótel: Verið er að ganga frá samningi við verkfræðistofu um fullnaðarhönnun hótelsins.
  • Ákveðið var að stjórnarfundir yrðu haldnir aðra hverja viku, á mánudögum kl. 16:00.
  • Næsti fundur stjórnar verður 1. sept. kl. 16:00 í Háskólanum í Reykjavík.

 Fundi slitið kl. 18.00