69. fundur stjórnar

Spítalinn okkar – landsamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala

 69. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 12-13:15 að Skúlagötu 21.

 Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson, Þorkell Sigurlaugsson og Sigríður Rafnar Pétursdóttir, sem ritaði fundargerð. Forföll: Gunnlaug Ottesen og Oddný Sturludóttir.

1.         Fundargerðir 66.-68. fundar samþykkt.

Fundargerðir vegna 3ja síðustu funda staðfestar m/undirritun viðstaddra stjórnarmanna.

2.         Aðalfundur 2018

Aðalfundur Spítalans Okkar (SO) verður haldinn á Hótel Natura 15. mars nk. kl. 16:00. 

Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi, hefur tekið að sér að vera fundarstjóri og Sigríður Rafnar Pétursdóttir að rita fundargerð.

 

a)  Stjórnarkjör – til kynningar

Guðrún Björg Birgisdóttir hrl. gefur kost á sér til setu í stjórn samtakanna.

Magnús Pétursson hagfræðingur og fv. forstjóri Landspítala gefur kost á sér til að gegna hlutverki skoðunarmanns.

 

b)  Reikningur til samþykktar

Smávægilegar leiðréttingar, að því búnu prentaður að nýju og undirritaður.

Þjónustugjöld hafa lækkað frá fyrra ári, sem einkum skýrist af fækkun árgjalda. Nokkrir fjármunir eru til ráðstöfunar á komandi starfsári.

 

c)  Ársskýrsla til umræðu

Drögum að ársskýrslu og reikningum hafði verið miðlað gegnum tölvupóst fyrir fundinn.

Umræður og smávægilegar breytingar.

 3.         Kynningarmál

a)  Fundur með heilbrigðisráðherra

Fyrirhugað er að funda með heilbrigðisráðherra, líklega í apríl. AS leggur til að ræða fyrst og fremst áorðnar tafir á Hringbrautarverkefninu. SO er á 5. starfsári og enn eru ekki hafnar framkvæmdir við meðferðarkjarna/eiginlegt sjúkrahús.

 

b)  Fundur með forstjóra Landspítala

AS hefur fundað x1 á ári með forstjóra Landspítala í aðdraganda aðalfundar. Hitti hann í síðustu viku. Eitt af því sem stjórn SO hefur velt fyrir sér af hverju starfsmenn Landspítala tjá sig ekki meira um framgang verkefnisins og mikilvægi þess að tefjist ekki frekar. Engir færari til þess að útskýra þörfina.

 

c)  Fjölmiðlaumræða

Hringbrautarverkefnið snýst um að endurnýja húsakynnin, af mikilli og brýnni þörf. Sú áhersla virðist týnast í lýjandi umræðum um staðsetningu spítalans/staðarvalsgreiningu.

 

4.         Önnur mál.

AS leggur til að árgjöld verði óbreytt vegna næsta árs, kr. 2500. Stjórnin geri tillögu þar um á aðalfundinum. Samþykkt.

 

Rætt var að minna á aðalfundinn og ræðumenn/málþing í útvarpi kringum kvöldfréttir 14. mars og í hádeginu 15. mars.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundargerð ritaði Sigríður Rafnar.