61. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 10. október 2017 kl. 12-12:45 að Skúlagötu 21.
Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Oddný Sturludóttir, Þorkell Sigurlaugsson og Sigríður Rafnar Pétursdóttir, sem ritaði fundargerð. Forföll: Gunnlaug Ottesen og Kolbeinn Kolbeinsson.
1. Fundargerð 60. fundar samþykkt.
2. Framkvæmdastjóri NLSH kynnti stöðu mála (gestur) var ekki á útsendri dagskrá
Sjúkrahótelið er að verða tilbúið til notkunar, stendur til að opna eftir áramót. Fór yfir stöðu og áætlanir m.t.t. gatnagerðar, lóðarvinnu og meðferðarkjarna, breytingar á deiliskipulagi (vegna magnflutninga milli byggingarreita), umferðarmál o.fl. Nokkuð hefur verið rætt um staðarvalið í fjölmiðlum í tengslum við komandi kosningar. Í því samhengi var m.a. nefnt að mun minni líkur eru taldar á alvarlegu tjóni vegna jarðskjálfta á Hringbraut en Vífilsstöðum.
3. Upplýsingar til stjórnmálaflokka fyrir kosningar umræða
Nokkrar umræður urðu um staðhæfingar í kosningabaráttunni um staðarval uppbyggingar nýs Landspítala. Landssamtökin voru fyrst og fremst sett á fót til að tryggja framgang uppbyggingar, mikilvægt að halda málflutningi okkar á lofti stjórnvöld verða að standa með ákvörðun sinni. Ekki rétt að verkið sé stutt á veg komið, mikilli hönnunarvinnu þegar lokið. Rætt var hvort tilefni væri til að birta áskorun til stjórnmálaflokka, svipað og í fyrra. Ákvörðun þar um frestað.
3. Upplýsingabréf til félaga kynnt og rætt
AS sendi stjórn drög fyrir fundinn sem rætt voru stuttlega.
4. Önnur mála)
Næstu fundir stjórnar Stefnt að fundahöldum e. 2 vikur.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.00.
Fundargerð ritaði Sigríður Rafnar Pétursdóttir