61. fundur stjórnar

61. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 10. október 2017 kl. 12-12:45 að Skúlagötu 21.

 Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Oddný Sturludóttir, Þorkell Sigurlaugsson og Sigríður Rafnar Pétursdóttir, sem ritaði fundargerð. Forföll: Gunnlaug Ottesen og Kolbeinn Kolbeinsson.  

 1.         Fundargerð 60. fundar samþykkt.

2.         Framkvæmdastjóri NLSH kynnti stöðu mála (gestur)     var ekki á útsendri dagskrá

Sjúkrahótelið er að verða tilbúið til notkunar, stendur til að opna eftir áramót. Fór yfir stöðu og áætlanir m.t.t. gatnagerðar, lóðarvinnu og meðferðarkjarna, breytingar á deiliskipulagi (vegna magnflutninga milli byggingarreita), umferðarmál o.fl. Nokkuð hefur verið rætt um staðarvalið í fjölmiðlum í tengslum við komandi kosningar. Í því samhengi var m.a. nefnt að mun minni líkur eru taldar á alvarlegu tjóni vegna jarðskjálfta á Hringbraut en Vífilsstöðum.

3.         Upplýsingar til stjórnmálaflokka fyrir kosningar – umræða

Nokkrar umræður urðu um staðhæfingar í kosningabaráttunni um staðarval uppbyggingar nýs Landspítala. Landssamtökin voru fyrst og fremst sett á fót til að tryggja framgang uppbyggingar, mikilvægt að halda málflutningi okkar á lofti – stjórnvöld verða að standa með ákvörðun sinni. Ekki rétt að verkið sé stutt á veg komið, mikilli hönnunarvinnu þegar lokið.  Rætt var hvort tilefni væri til að birta áskorun til stjórnmálaflokka, svipað og í fyrra. Ákvörðun þar um frestað.

 3.         Upplýsingabréf til félaga – kynnt og rætt

AS sendi stjórn drög fyrir fundinn sem rætt voru stuttlega.

 4.         Önnur mála) 

Næstu fundir stjórnar Stefnt að fundahöldum e. 2 vikur.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.00.

 Fundargerð ritaði Sigríður Rafnar Pétursdóttir