57. fundur stjórnar

57. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 22. júní 2017 kl. 12-13.00  að Skúlagötu 21.

 Mættar voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir,  og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll; Jón Ólafur Ólafsson og Sigríður Rafnar Pétursdóttir

1. Fundargerð 55. fundar og 56. fundar samþykktar

2. Fréttabréf til félaga. Rætt um að senda félögum fréttabréf  með upplýsingum  um stöðuna á Hringbrautarverkefninu og störf stjórnar.  Ákveðið að AS geri uppkast að bréfinu.

3. Verkefni samtakanna á haustmisseri.  Í undirbúningi er að halda fund með lykilaðilum Hringbrautarverkefnisins, velferðarráðherra, borgarstjóra, Landspítala og NLSH. OS og AS hafa rætt við hlutaðeigandi og er almennt vel tekið í hugmyndina. Ekki hefur enn tekist að finna tímasetningu sem hentar öllum. Unnið er að því að halda fundinn í haust. Áfram verður unnið að kynningarmálum samtakanna

4. Önnur mál.   Næsti fundur stjórnar verður 21. ágúst.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13.10          

 Anna Stefánsdóttir ritaði fundargerð