52. fundur stjórnar

52. stjórnarfundur haldinn þriðjudaginn 21. febrúar 2017 kl. 12:00 að Skúlagötu 21

 

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson og Oddný Sturludóttir.

 

  1. Fundargerð 51.fundar samþykkt og undirrituð.
  2. Aðalfundur 2. mars nk.

a)      Dagskrá – stjórnarkjör: Formaður kynnti dagskrárliði og væntanlegt stjórnarkjör en núverandi stjórn hefur samþykkt að vera áfram næsta tímabil.

b)      Ársskýrsla: Ársskýrslan er í vinnslu hjá formanni og verður rýnd af stjórnarmönnum.

c)      Reikningur: Formaður fór yfir drög að ársreikningi en ársreikningurinn er í samþykki hjá endurskoðendum félagsins.

d)      Stofnskrá félagsins: Á vinnufundi stjórnar í janúar sl. var ákveðið að leggja fram, á aðalfundi félagsins, tillögu að minni háttar breytingum á stofnskránni þ.e. (merkt með gráu):

i)       3. grein:

Var: Tilgangur félagsins er að vinna að nýbyggingu og endurnýjun  Landspítala háskólahúss, þannig að húsakostur, tæknibúnaður og aðstaða sjúklinga og starfsfólks spítalans þjóni nútíma þörfum.

Verður: Tilgangur félagsins er að stuðla að nýbyggingu og endurnýjun  Landspítala háskólahúss, þannig að húsakostur, tæknibúnaður og aðstaða sjúklinga og starfsfólks spítalans þjóni nútíma þörfum.

ii)     4. grein:

Var: Markmið félagsins er að auka stuðning og skilning meðal almennings, stjórnvalda og fjárfesta á nauðsynlegum úrbótum á húsakosti spítalans þannig að:

*  Þjóðin sé upplýst um þarfir fyrir aðstöðu til spítalaþjónustu vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar og aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í  þjónustu og meðferð.

* Almenningi sé kunnugt um fyrirliggjandi áætlanir um endurnýjun og viðbætur  húsnæðis Landspítala.

*  Að fyrir liggi valkostir í fjármögnun og framkvæmd verkefnisins.

Verður: Markmið félagsins er að auka stuðning og skilning meðal almennings og stjórnvalda á nauðsynlegum úrbótum á húsakosti spítalans þannig að:

*  Þjóðin sé upplýst um þarfir fyrir aðstöðu til spítalaþjónustu vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar og aldurssamsetningar þjóðarinnar og framfara í  þjónustu og meðferð.

* Almenningi sé kunnugt um fyrirliggjandi áætlanir um endurnýjun og viðbætur  húsnæðis Landspítala.

*  Tryggð verði fjármögnun við framkvæmd verkefnisins.

 

e)      Félagsgjald: Samþykkt að hafa félagsgjald það sama og verið hefur þ.e. kr. 2.500,-

f)       Fyrirlesari/ar: Ræddar hugmyndir að því að bæta við einu stuttu erindi þar sem sagt verði frá stöðu og tímalínu Hringbrautarverkefnisins.

3. Önnur mál

a)      Rætt um að hafa aukafund stjórnar á þriðjudaginn í næstu viku til að ljúka undirbúningi fyrir aðalfund.

Næsti fundur stjórnar verður þriðjudaginn 28. febrúar kl. 12:00.

Fleira ekki gert.

Fundargerð ritaði Gunnlaug.