48. fundur stjórnar

48. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 31. október 2016 kl. 12:00 að Skúlagötu 21

 

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Oddný Sturludóttir.

 Anna setti fundinn og síðan var gengið til dagskrár.

  1. Fundargerð 47. fundar samþykkt og undirrituð.
  2. Starf samtakanna á næstu vikum  Rætt var um úrslit alþingiskosninga og hugsanleg áhrif þeirra á framgang uppbygginu nýs húsnæðis Landsspítala. Rætt var mikilvægi þess að samtökin héldu áfram því góða og mikilvæga kynningarstarfi sem unnið hefur verið undanfarin misseri. Mikilvægt væri að halda því stöðugt á lofti að ekkert mætti tefja fyrirhugaðar framkvæmdir vegna nýs Landspítala. Nokkur kynningarverkefni voru ákveðin og formanni falið að vinna þau áfram.
  3. Fjármál – ráðstöfun félagsgjalda Rætt um var fjárhagsstöðu samtakanna og hvaða verkefni væru mikilvægust á næsta ári. Engar endanlegar ákvarðanir voru teknar um ráðstöfun félagsgjalda.
  4.  Aðalfundur 2017 Rætt var um mögulegar tímasetningar og ákveðið að halda aðalfund samtakanan þann 2. mars á  næsta ári.
  5. Önnur mál. Engin.

Næsti fundur verður mánudaginn 28. nóvember kl. 12.00 að Skúlatúni 21.

Gunnlaug ritaði fundargerð