47. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 3. október 2016 kl. 12:00 að Skúlagötu 21
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson og Oddný Sturludóttir.
Anna setti fundinn og síðan var gengið til dagskrár.
- Fundargerð 46. fundar samþykkt og undirrituð.
- Innheimta félagsgjalda 2015/2016. Formaður fór yfir stöðuna á greiðslu félagsgjalda fyrir tímabilið 2015-2016. Búið er að senda út greiðsluseðla fyrir tímabilið 2016-2017.
- Málþing 6. október loka dagskrá. Formaður fór yfir dagskrá og aðra þætti málþingins, Spítalinn rís. Rætt um þau mál sem enn eru í vinnslu og formanni falið að vinna þau áfram.
- Fundir með stjórnmálaflokkum - hvað er framundan. Formaður fór yfir stöðu verkefnisins. Fram kom að búið væri að hitta suma flokka og framundan eru fundir með tveimur flokkum/hreyfingum.
- Önnur mál. Engin.
Fundi slitið kl. 13:00
Næsti fundur verður mánudaginn 31. október kl. 12.00 að Skúlatúni 21.
Gunnlaug ritaði fundargerð.