46. Fundur stjórnar

46. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 19. september 2016 kl. 12:00 að Skúlagötu 21

 Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Oddný Sturludóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson og Sigríður Rafnar Pétursdóttir. Gestur fundarins var Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH.

 Anna setti fundinn og síðan var gengið  til dagskrár.

  1. Fundargerð 45. fundar samþykkt og undirrituð.
  2. Staðan á byggingarverkefninu  Gunnar Svavarsson sagði frá stöðunni á byggingarverkefninu þ.e. stöðu framkvæmda við sjúkrahótelið og tengdra þátta. Fram kom m.a. bygging sjúkrahótelsins gengi vel og opna ætti á næstu dögum nýja götu sem liggur frá Barónsstíg að K-byggingu Landspítala. Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum sjúklingasamtaka munu formlega opna götuna. Einnig kom fram að forhönnun meðferðarkjarnans væri í gangi enda mjög stórt verkefni og áætluð skil hennar væru 2018. Þá kom fram að vinna við forhönnun rannsóknarhússins væri komin af stað og undirbúningsvinna vegna bílastæðahúss.

    3.  Málþing 6. október n.k., framhald undirbúnings dagskrár.   Formaður fór yfir frumdrög að dagskrár málþingins,                  Spítalinn rís sem haldið verður 6. október n.k.. Rætt um þau mál sem enn eru í vinnslu og formanni falið að vinna            þau áfram.

   4.  Fundir með stjórnmálaflokkum/-hreyfingum – upplýsingar og umræða.                                                                         Formaður fór yfir stöðu verkefnisins. Fram kom að búið væri að senda erindi á alla flokka/-hreyfingar þar sem óskað         er eftir fundi til að ræða stöðu byggingarverkefnisins og mikilvægi þess að engar tafir verði í framkvæmdum við nýtt         þjóðarsjúkrahús. Ekki hefur borist svar frá öllum flokkum en búið er að hitta hluta þeirra og framundan eru fundir             með tveimur flokkum/- hreyfingum.

    5. Önnur mál  Engin.

Fundi slitið kl. 13:10

Næsti fundur verður mánudaginn 3. október kl. 12.00 að Skúlatúni 21.

Gunnlaug ritaði fundargerð.