41. Fundur stjórnar

41. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 2. maí 2016 kl. 12:00 að Skúlagötu 21

 Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Kolbeinn Kolbeinsson og Oddný Sturludóttir

 Anna setti fundinn og síðan var gengið  til dagskrár.

  1. Fundargerðir 38. og 40. fundar samþykktar og undirritaðar.
  2. Fjármál samtakanna – leiðir til fjáröflunar ræddar.Formaður gerði grein fyrir fjárhagsstöðu samtakanna. Í framhaldi voru ýmsar leiðir til fjáröflunar ræddar. Stjórnarmenn skiptu með sér að skoða nánar nokkrar af umræddum leiðum. Ákveðið var að setja reikningsupplýsingar samtakanna á heimsíðu samtakanna þar sem bæði félagar og aðrir hafa spurt um þær upplýsingar vegna frjálsra framlaga.

   3. Samstarf við BSRB um málstofu.Formaður greindi frá að BSRB myndi halda málstofu fyrir sumarið um uppbyggingu          Landspítala og mikilvægi þess að ekki yrðu tafir á framkvæmdum. Spítlainn okkar mun vera í samstarfi við BSRB um        málið.       

   4. Önnur mál:

  • Boðaður stjórnarfundur þann 18. apríl féll niður en í staðinn fóru þrír stjórnarmenn á Rotary fund hjá klúbbnum, Reykjavík miðborg, til að hlusta á landlækni tala um stöðu heilbrigðismála.
  • Rætt var um sumarleyfi stjórnarmanna. Stefnt að því að halda tvo fundi fyrir sumarfrí og síðan hefja störf aftur í kringum 22 ágúst.
  • Rætt var um mögulegt átak í að fjölga félagsmönnum.
  • Formaður fór yfir skjal sem hún hafði tekið saman um Landspítala í fjárhagsáætlun ríkisins.

Fundi slitið kl. 12:55

Næsti fundur verður mánudaginn 23. maí  kl. 12.00 að Skúlatúni 21.

Gunnlaug ritaði fundargerð.