40. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 4. apríl 2016 kl. 12:00 að Skúlagötu 21
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Gunnlaug Ottesen, Kolbeinn Kolbeinsson og Oddný Sturludóttir
Anna setti fundinn og síðan var gengið til dagskrár.
- Fundargerðir 37. og 39. fundar samþykktar og undirritaðar.
- Stjórnin skipti með sér verkum. Þorkell Sigurlaugsson verður varaformaður, Gunnlaug Ottesen verður ritari og Kolbeinn Kolbeinsson verður gjaldkeri.
- Aðaláherlsan í starf samtakanna næstu mánuði verður kynningarstarfið. Formaður hefur samband við formann BSRB varðandi mögulegt samstarf við samtökin um málstofu um uppbyggingu Landsítala. Rætt um hvernig efla megi facebook og koma sjónarmiðum Spítalans okkar víðar innan þess netmiðils.
- Kynningar í tengslum við 2ja ára stofnafmæli. Greinar, sem birtar hafa verið undanfarin ár um uppbyggingu Landspítala verða settar á facbook á hverjum degi þessa viku. Formaður sendir félögum póst með samantekt um stöðu verkefnisins. Stjórnarmenn skrifa greinar í dagblöð.
- Önnur mál. Stjórnin fundar annan hvern mánudag kl. 12.00 að Skúlagötu 21 fram að sumarleyfi.
Fundi slitið kl. 13:20
Næsti fundur verður mánudaginn 18. apríl kl. 12.00 að Skúlatúni 21.
Anna ritaði fundargerð.