Spítalinn okkar landsamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
4. stjórnarfundur haldinn 19. maí kl. 15.00 í Heilsuverndarstöðinni.
Mætt voru: Anna Elísabet Ólafsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson. Bjarney Harðardóttir boðaði forföll
1) Fundargerð 3. fundar ekki undirrituð, vegna athugasemda
2) Nýbyggingar Landspítala hvað er framundan. Gestir fundarins voru Gunnar Svarvarsson formaður bygginganefndar NLSH og Stefán Veturliðason, verkefnastjóri.
Þeir fóru yfir stöðuna á byggingaverkefninu og þau verkefni sem eru í gangi. Forvali vegna fullnaðarhönnunar bygginganna er lokið. 3 hönnunarhópar fullnægja kröfum um hönnun stærri húsanna og 5 hönnunarhópar um fullnaðarhönnun sjúkrahótels. Heilbrigðisráðherra afhendir útboðsgögn vegna lokaðs útboðs í fullnaðarhönnun sjúkrahótels 21 maí nk. Fram kom að ekki verði farið í að fullnaðar hanna meðferðarkjarna og rannsóknarstofukjarna fyrr en búið er að tryggja fjármögnun verkefnisins. Framkvæmdatími bygginganna er áætlaður 2015-2022. Eftir því sem byggingartíminn er lengri því kostnaðarsamari verður framkvæmdin. Rætt um endurnýjun eldri húsa, en búið er að áætla kostnað vegna þess. Mikið rætt um mögulegar fjármögnunarleiðir m.a sölu ríkiseigna. Spítalinn okkar getur haft forystu um að fylgja eftir hugmyndum ráðherra um sölu eigna.
3) Önnur mál
a) Anna hefur rætt við Kristján L. Möller alþingismann um að koma á stjórnarfund. Hans er vænst 2. júní nk.
b) Samráðsþing bygginganefndar NLSH verður haldið 4. júní nk. í Barnaspítala Hringsins -Hringsal
Fundi slitið kl. 17.00
Fundargerð ritaði Anna Stefánsdóttir