39. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 14.mars 2016 kl. 12:00 í Heilsuverndarstöðinni.
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Gunnlaug Ottesen, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir og Sigríður Rafnar Pétursdóttir.
Anna setti fundinn, sem er ekki atkvæðabær vegna forfalla stjórnarmanna.
- Aðalfundur verður haldinn 15. mars . Ársreikningur komin úr frá endurskoðendum. Farið yfir hann, formaður mun fá undirskrift allra stjórnarmanna fyrir aðalfund. Skýrsla stjórnar tilbúin og verður send öllum stjórnarmönnum í tölvupósti til samþykktar. Skýrslan verður sett á heimasíðuna að loknum aðalfundi. Dagskrá málþingsins var auglýst í fjölmiðlum um helgina.
- Tillaga Oddnýjar um viðburð í tilefni á 2. ára afmæli samtakanna rædd. Áhugi er á að samtökin láti í sér heyra af því tilefni t.d með greinaskrifum, fréttum á heimasíðu og færslum á facebook. Nánar rætt á næsta fundi.
- Önnur mál. Engin
Fundi slitið kl. 13:00.
Næsti fundur verður mánudaginn 4. mars kl. 12.00 að Skúlatúni 21.
Anna ritaði fundargerð.