Spítalinn okkar landsamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
31. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 19. október 2015 kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson og Oddný Sturludóttir.
Gestur fundarins var Magnús Heimisson almannatengill.
Anna setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.
- Fundargerðir 30. fundar samþykktar og undirritaðar.
- Staða byggingaverkefnisins: Fréttir frá bygginganefnd: Formaður kynnti stöðuna á byggingaverkefninu. Fram kom m.a. að auglýst hefur verið eftir verkefnastjóra fyrir byggingverkefnið og tilboð vegna byggingaframkvæmda og jarðvegsvinnu við sjúkrahótelið verða opnuð nk. fimmtudag. Nánari upplýsingar og nýjustu fréttir frá NLSH má nálgast á heimasíðu Nýs Landspítala (www.nyrlandspitali.is).
- Kynningarmál: Eftir málþingið 13. október hvað svo? Málþingið gekk í alla staði mjög vel og allir hlutaðeigandi mjög ánægðir. Mikill samhljómur var í erindum þeirra sem töluðu og jákvæðni varðandir þær framkvæmdir sem hafnar eru á Hringbraut. Um 100 manns komu á málþingið og höfðu margir þeirra verið í sambandi við formann samtakanna til að tjá ánægju sína og þakkir. Erindi málþingins voru tekin upp og verða birt á vefmiðlum samtakanna. Stjórn mun fylgja málþinginu eftir með birtingu efnis og greinaskrifum. Atvinnulífið á Hringbraut: Formaður kynnti stöðu málsins. Fyrri þátturinn verður sýndur á morgun, þriðjudaginn 20. október en sá þáttur fjallar aðallega um starfsemi Landspítala. Seinni þátturinn verður svo sýndur viku síðar og fjallar hann aðallega um starfsemi Spítalans okkar.
- Önnur mál: Engin.
Fundi slitið kl. 18:00.
Næsti fundur verður mánudaginn 2. nóvember kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.
Gunnlaug ritaði fundargerð.