Spítalinn okkar landsamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
30. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 5. október 2015 kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Forföll: Sigríður Rafnar Pétursdóttir.
Gestur fundarins var Magnús Heimisson almannatengill.
Anna setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.
- Fundargerðir 29. fundar samþykktar og undirritaðar.
- Staða byggingaverkefnisins: Námsstefna fyrir Corpus3 hópinn: Formaður sagði frá námsstefnu sem NLSH stóð fyrir þann 1. október. Námsstefnan var vel heppnuð og fróðleg erindi flutt tengd fullnaðarhönnun og byggingu nýs Landspítala. Fréttir frá bygginganefnd: Formaður kynnti stöðuna á byggingaverkefninu. Fullnaðarhönnun er hafin og mun rýnivinnu með starfsmönnum Landspítala ljúka í nóvember nk. Áætlanir NLSH gera ráð fyrir að hönnun og gerð útboðsgagna verði tilbúin í apríl 2018. Nánari upplýsingar og nýjustu fréttir frá NLSH má nálgast á heimasíðu Nýs Landspítala (www.nyrlandspitali.is).
- Kynningarmál: Málþing 13. október lokadagskrá: Formaður kynnti lokadagskrá málþingsins. Fundarmenn voru mjög ánægðir með alla dagskrárliði og allan undirbúning fyrir málþingið. Kostanðaráætlun málþingsins var rýnd og samþykkt. Formaður mun vinna málið áfram í samstarfi við stjórnarmenn. Samstarfið við Sigurð K. Kolbeinsson: Formaður kynnti stöðu málsins. Fram kom að þættirnir yrðu tveir, fyrri þátturinn fjallaði að mestu um Landspítala en seinni þátturinn um Spítalann okkar. Kostnaðaráætlun og fjármögnun verkefnisins var kynnt og rædd. Formaður mun vinna málið áfram í samstarfi við stjórnarmenn. Hvernig eflum við netmiðla So?: Rætt var um mögulegar leiðir til að nýta heimasíðu og fésbókarsíðu samtakanna enn frekar. Ýmisar hugmyndir komu fram sem hrint verður í framkvæmd á komandi vikum. Formaður mun vinna málið áfram í samstarfi við stjórnarmenn
- Erindi frá samtökunum um Betri spítala á betri stað: Samtökunum hefur borist erindi frá fulltrúm samtaka um Betri spítala á betri stað um að hitta stjórn Spítalans okkar og ræða málin. Spítalinn okkar tók jákvætt í það og munu samtökin hitta stjórn Spítalans okkar þann 2. nóvember.
- Önnur mál: Fjármál samtakanna: Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda hafa verið sendir út.
Fundi slitið kl. 18:00.
Næsti fundur verður mánudaginn 19. október kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.
Gunnlaug ritaði fundargerð.