Spítalinn okkar landsamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
3. stjórnarfundur haldinn 5.maí kl. 15.00 í Heilsuverndarstöðinni.
Mætt voru: Anna Elísabet Ólafsdóttir, Anna Stefánsdóttir, Bjarney Harðardóttir, Garðar Garðarson og Þorkell Sigurlaugsson. Gunnlaug Ottesen og Jón Ólafur Ólafsson boðuðu forföll
1) Fundargerð undirrituð
2) Vefsíða samtakanna sýnd. Ánægja með hana. Vefsíðan verður tilbúin á næstu dögum, skjámynd af henni sýnd á ársfundi Landspítala sem haldin var 6.maí.
3) Ákveðið var að verkefnahópar færu að hittast. Fundarmenn sammála um að mikilvægt sé að minnsta kosti einn stjórnarmaður sé í hverjum verkefnahóp, leiði hópastarfið og upplýsi stjórn reglulega um það sem þar fer fram. Ákveðið að Garðar, Þorkell og Jón Ólafur verði í fjármögnunarhópnum, Bjarney verði í kynningarhópnum, Gunnlaug verði í verkefnahóp um öflun nýrra stofnfélaga, Anna Elísabet í samfélagsmiðla- og vefhóp og Anna St. í fjáröflunarhópnum. Einnig rætt að nauðsynlegt sé að fá þekkingu frá Landspítala inn í kynningarhópinn og ákveðið að Anna ræði við Maríu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra.
4) Önnur mál:
a) Umræður um stefnu, markmið og áherslur samtakanna og tímaramma verkefnisins.
b) Anna sendir ræðu formanns sem verður flutt á ársfundi Landsspítala í pósti til stjórnarmanna.
Fundi slitið kl. 17.00
Fundargerð ritaði Bjarney Harðardóttir