29. fundur stjórnar

29. stjórnarfundur haldinn mánudaginn 21. september 2015 kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.

 Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Kolbeinn Kolbeinsson, Oddný Sturludóttir og Sigríður Rafnar Pétursdóttir. Forföll: Þorkell Sigurlaugsson.

Gestur fundarins var Magnús Heimisson almannatengill.

Anna setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.

  1. Fundargerðir 26. og 28. fundar samþykktar og undirritaðar.
  2. Staða byggingaverkefnisins; Hönnun meðferðarkjarna: Formaður kynnti stöðuna á byggingaverkefninu. Fullnaðarhönnun er hafin og eitt af fyrstu verkefnunum er rýnivinna með starfsmönnun Landspítala sem leidd verður af ráðgjafa frá Virgina Mason sjúkrahúsinu í US. Myndir og nánari upplýsingar um rýnisvinnna má nálgast á heimasíðu Nýs Landspítala (www.nyrlandspitali.is).                         Útboð í sjúkrahótel: Útboðsferli er í gangi og verða tilboð opnuð þann 20. október.                                                                          Verkefnið almennt: Fram kom hjá fundarmönnun að ánægjulegt væri að sjá að áætlanir ársins um útboð og framkvæmdina almennt væru að standast nokkuð vel. Einnig kom fram að samkvæmt framlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir 2016 þá væru framlög til verkefnisins samkvæmt núverandi áætlun bygginganefndarinnar.
  3. Kynningarmál;  Málþing 13. október - dagskrá: Formaður kynnti stöðu málsins. Verið er að leggja lokahönd á allan undirbúning. Málþingið verður haldið á Icelandair Hótel Reykjavik Natura. Formaður mun vinna málið áfram í samstarfi við stjórnarmenn.  Samstarf við Hringbraut.is: Formaður kynnti stöðu málsins. Rætt var um markmið og nálgun verkefnisins, fjámögnun og framkvæmd. Formaður mun vinna málið áfram í samstarfi við stjórnarmenn.                                                                                                           Samstarf við Þekkingarmiðlun: Þessum lið var frestað þar til á næsta fundi stjórnar.                                                                             Önnur kynningarmál: Rætt um ýmis önnur  kynningarverkefni sem verið er að skoða.
  4. Önnur mál; Fjármál samtakanna: Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda verða sendir út í september. Rætt almennt um fjámögnun samtakanna. Nokkur mál í gangi tengd fjármögnun sem formaður og stjórnarmenn munu vinna áfram að.

 Fundi slitið kl. 18:00.

Næsti fundur verður mánudaginn 5. október kl. 16:00 í Heilsuverndarstöðinni.

Gunnlaug ritaði fundargerð.