21. fundur stjórnar

21. stjórnarfundur haldinn 23. mars  2015 kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni

 

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson og Bjarney Harðardóttir.  Anna Elísabet Ólafsdóttir  boðaði forföll.

 

  1. Fundargerðir 18. og 19. fundar undirritaðar.
  2. Undirbúningur aðalfundar
    1. Lokadrög að skýrslu stjórnar lögð fram og rædd. Skýrslan er tilbúin til birtingar. 
    2. Skoðunarmenn reikninga hafa lokið vinnu sinni án athugasemda og var reikningurinn undirritaður af stjórnarmönnum.
    3. Þau Kolbeinn Kolbeinsson verkfræðingur, Oddný Sturludóttir, píanókennari og fyrrverandi borgarfulltrúi og Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur hafa gefið kost á sér til stjórnarkjörs.
    4. Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari verður fundarstjóri.
  3. Önnur mál.  
    1. Formaður þakkar Önnu Elísabet, Bjarneyju og Garðar fyrir samstarfið í stjórninni og þeirra framlag til Spítalans okkar á fyrsta starfsárinu.

 

Fundi slitið kl. 17.00

Fundargerð ritaði Anna Stefánsdóttir