21. stjórnarfundur haldinn 23. mars 2015 kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson og Bjarney Harðardóttir. Anna Elísabet Ólafsdóttir boðaði forföll.
- Fundargerðir 18. og 19. fundar undirritaðar.
- Undirbúningur aðalfundar
- Lokadrög að skýrslu stjórnar lögð fram og rædd. Skýrslan er tilbúin til birtingar.
- Skoðunarmenn reikninga hafa lokið vinnu sinni án athugasemda og var reikningurinn undirritaður af stjórnarmönnum.
- Þau Kolbeinn Kolbeinsson verkfræðingur, Oddný Sturludóttir, píanókennari og fyrrverandi borgarfulltrúi og Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur hafa gefið kost á sér til stjórnarkjörs.
- Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari verður fundarstjóri.
- Önnur mál.
- Formaður þakkar Önnu Elísabet, Bjarneyju og Garðar fyrir samstarfið í stjórninni og þeirra framlag til Spítalans okkar á fyrsta starfsárinu.
Fundi slitið kl. 17.00
Fundargerð ritaði Anna Stefánsdóttir