Mætt voru: Garðar Garðarsson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson, Þorkell Sigurlaugsson og Anna Elísabet Ólafsdóttir. Anna Stefánsdóttir og Bjarney Harðardóttir boðuðu forföll. Gestur fundarins var Magnús Heimisson.
Garðar setti fundinn og var því næst gengið til dagskrár.
1. Heilsudagurinn mikli.
Spítalanum okkar hefur verið boðið að kynna verkefnið í Stúdentakjallaranum og á Háskólatorgi í Háskóla Íslands þann 19. mars n.k. kl. 13.30. Ákveðið vara að taka því boði. Magnús mun undirbúa atburðinn en Jóhannes Gunnarsson mun verða með stutta kynningu. Stjórnarmenn, þeir sem eiga heimangengt, munu reyna að mæta.
2. Myndbandagerð.
Magnús sagði frá samtali sínu við Eyþór. Verið er að vinna að handriti sem verður síðan borið undir stjórnina áður en myndataka/klipping hefst.
3. Undirbúningur undir aðalfund.
Undirbúa þarf kynningarefni þarf kynningarefni til birtingar fyrir væntanlegan aðalfund þann 26. mars n.k. Magnús mun, ásamt Önnu, vinna í þessu verkefni. Magnús ætlar auk þess að kanna hvaða opinbera umfjöllun fundurinn getur fengið.
4. Ný stjórn.
Fyrir liggur að Bjarney, Garðar og Anna Elísabet munu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu vegna anna við önnur verkefni. Þau Kolbeinn Kolbeinsson, verkfræðingur og Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur hafa bæði gefið kost á sér í nýja stjórn. Enn vantar þriðja frambjóðandan.
5. Lífeyrissjóðir.
Þorkell sagði frá fundi sínum með lífeyrissjóðunum. Þeir hafa ennþá áhuga á að koma með einhverjum hætti að fjármögnun spítalans. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur nýlega lýst yfir því að haldið verði áfram með byggingaráform og að menn eigi að hætta að tala um staðsetningu byggingarinnar, því það sé frágengið mál.
Fundi slitið kl. 17,15
Næsti fundur er áætlaður 23. mars kl. 16.00
Garðar Garðarsson ritaði fundargerð.