14. fundur stjórnar

14. stjórnarfundur  haldinn 24. nóvember kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir,  Bjarney Harðardóttir, Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson.  Anna Elísabet Ólafsdóttir boðaði forföll.

Gestir fundarins voru Magnús Heimisson og Jóhannes M. Gunnarsson

 1.   Fundargerð 12. og 13. fundar samþykktar og undirritaðar

2.    Kynningarmál;  Viðburður í Ráðhúsi Reykjavíkur  - Magnús Heimisson kynnti undirbúninginn  vegna viðburðarins í Ráðhúsi Reykjavíkur 27. 28. og    29.  nóvember. Auglýsingar birtast bæði í prentmiðlum, netmiðlum og ljósvakamiðlum. Einnig verða sendir kynningapóstar á starfsmenn þingflokka Alþingis, á Stjórnarráðið á velferðarsvið Borgarinnar og nágrannasveitarfélögin. Einnig verður auglýst á heimasíðunni og Facebook síðunni.  Rætt um yfirskrift viðburðarins og ákveðið að nota „ Spítalinn okkar - allra hagur“.

Dagskrá málþingsins. Málþingið verður fimmtudaginn 27. nóvember frá kl. 14.00 – 16.00. Dagskráin hefst með ávarpi borgarstjóra og lýkur með ávarpi heilbrigðisráðherra. Einnig flytur forstjóri Landspítala erindi. Fundarstjóri verður Gunnar Hansson, leikari og útvarpsmaður.  Ákveðið á fá mann til að taka viðburðin upp. Stjórnin lýsti ánægju sinni með dagskrána

3.    Starfið á vormisseri.

Umræða varð um kynningarmálin, ákveðið að þeim verði haldið áfram. Einnig kom upp sú hugmynd að nýta 100 ára afmælisárið vegna kosningaréttar kvenna til að kynna byggingaáformin, enda mikil tenging milli byggingasögu Landspítala og kvennahreyfingarinnar í landinu. Anna  hitti framkvæmdastjóra afmælisársins á fundi hjá Kvenfélagasambandi Íslands, þær ætla að hittast aftur á nýju ári.  Rætt um að hafa lokað málþing um fjármögnunarleiðir og bjóða einstaklingum. Anna mun ræða við einn stofnfélaga um að undirbúa slíkt málþing með stjórninni

 4.    Önnur mál.    Næsti fundur stjórnar verður 8. des.

Fundi slitið kl. 18.00

Anna Stefánsdóttir  ritaði fundargerð