Haldinn 11. des. 2024 í Grósku, Bjargargötu 1, kl.16:00.
Mættir voru úr stjórn Spítalans okkar: Þorkell Sigurlaugsson formaður, Anna Sigrún Baldursdóttir, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, Gunnlaug Ottesen og María Heimisdóttir. Forföll boðuðu Erling Ásgeirsson og Jón Ólafur Ólafsson.
Dagskrá fundarins:
- Undirbúningur málþings samtakanna: Formaður rifjaði upp fyrri ákvörðun stjórnar um að halda málþing snemma á árinu 2025 til að kynna starfsemi þeirra og það sem efst er á baugi varðandi byggingu nýs húsnæðis Landspítala við Hringbraut. Ýmis umræðuefni koma til greina og voru rædd af stjórnarmönnum. Samhugur var um að áhugavert væri að fá kynningu frá Hvidovre sjúkrahúsinu í Danmörku sem hefur nýlega flutt hluta starfsemi sinnar í nýtt húsnæði. Á sama tíma væri æskilegt að ræða aðdraganda og undirbúning flutninga á starfsemi Landspítala í nýtt húsnæði innan fárra ára. Ákveðið að Guðlaug Rakel kanni möguleika á að fá kynningu frá Hvidovre og að María geri drög að dagskrá málþings í takt við umræður stjórnar á fundinum.
- Önnur mál: engin önnur mál voru á dagskrá.
Fleira var ekki rætt á fundinum, formaður sleit fundi um kl. 17.00
Fundargerð ritar María Heimisdóttir