12. stjórnarfundur haldinn 27. október kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni
Mætt voru: Anna Stefánsdóttir, Garðar Garðarson, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson. Bjarney Harðardóttir og Gunnlaug Ottesen boðuðu forföll.
Gestur fundarins var Magnús Heimisson.
- Fundargerð 11. fundar lögð fram og undirrituð.
- Kynningarmál Magnús kynnti undirbúning við viðburðin 8.og 9. nóvember í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Auglýst verður í dagskránum og skjáauglýsingar á N4. Bjarni Jónasson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og Anna verði í föstudagsviðtali á N4 föstudaginn 7. nóvember. Björn Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri opnar viðburðin . Erindi flytja þrír starfsmenn Sjúkrahússins og tveir starfsmenn Háskólans á Akureyri. Einnig verður erindi frá notenda þjónustu Landspítala. Sjá dagskrá. Anna, Jóhannes M. Gunnarsson og Þorkell fara norður. Fundur menn ræddu viðburðin og fóru yfir myndir og glærusýningu notað verður á viðburðinum. Nokkar ábendingar kom fram við hvoru tveggja.
- Fjármögnunarleiðir umræðu frestað til næsta stjórnarfundar
- Erindi frá Jóni Hjaltalín Magnússyni, verkfræðingi og stofnfélaga erindinu vísað til verkefnahóps um fjármögnun.
- Önnur mál
- Samningur við Landsbankann um styrk til kynningarstarfsins verður undirritaður 30 október nk.
Fundi slitið kl. 18.00
Anna Stefánsdóttir ritaði fundargerð