12. fundur stjórnar

12. stjórnarfundur  haldinn 27. október  kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni

Mætt voru:  Anna Stefánsdóttir,  Garðar Garðarson, Jón Ólafur Ólafsson  og Þorkell Sigurlaugsson.  Bjarney Harðardóttir og Gunnlaug Ottesen  boðuðu forföll.

Gestur fundarins var Magnús Heimisson.

 

  1. Fundargerð 11. fundar lögð fram og undirrituð.
  2. Kynningarmál – Magnús kynnti undirbúning við viðburðin 8.og 9. nóvember í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.  Auglýst verður í dagskránum og skjáauglýsingar á N4.  Bjarni Jónasson forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og Anna verði í föstudagsviðtali á N4 föstudaginn 7. nóvember. Björn Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri opnar viðburðin . Erindi flytja þrír starfsmenn Sjúkrahússins og tveir starfsmenn Háskólans á Akureyri. Einnig verður erindi frá notenda þjónustu Landspítala.  Sjá dagskrá.  Anna, Jóhannes M. Gunnarsson og Þorkell fara norður.  Fundur menn ræddu viðburðin og fóru yfir myndir og glærusýningu notað verður á viðburðinum. Nokkar ábendingar kom fram við  hvoru tveggja.
  3. Fjármögnunarleiðir – umræðu frestað til næsta stjórnarfundar
  4. Erindi frá Jóni Hjaltalín Magnússyni, verkfræðingi og stofnfélaga – erindinu vísað til verkefnahóps um fjármögnun.
  5. Önnur mál
    1. Samningur við Landsbankann um styrk til kynningarstarfsins verður undirritaður 30 október nk.

 

Fundi slitið kl. 18.00

Anna Stefánsdóttir  ritaði fundargerð