114. fundur stjórnar
Haldinn 14. maí 2024 í Grósku Bjargargötu 1 kl.14:00.
Mættir voru Þorkell Sigurlaugsson form., María Heimisdóttir, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Erling Ásgeirsson.
Anna Sigrún Baldursdóttir tók þátt í fundinum á Teams frá Svíþjóð.
Gunnlaug Ottesen og Jón Ólafur Ólafsson boðuðu forföll.
Stjórnarform. Þorkell Sigurlaugsson setti fund og stjórnaði.
Dagskrá fundarins :
1. Undirritun stjórnarmanna fyrir Félagaskrá (skattsins) þar sem breytingar urðu á stjórn og formennsku.
2. Stjórnin skiptir með sér verkum. (varaformaður, ritari og gjaldkeri).
3. Heimsókn frá HvidØvre hospital
4. Umræður um helstu verkefni fram undan skv. útvíkkun á hlutverkefni félagsins.
5. Heimasíðan, Facebook, kynningarmál og fjölgun félagsmanna.
6. Önnur mál
1. Fundargerð aðalfundar undirrituð af fundarritara Erlingi Ásgeirssyni. Eyðublöð frá RSK vegna breytingar á skipan stjórnar voru undirrituð af þeim stjórnarmönnum sem voru til staðar á fundinum þau Anna Sigrún Baldursdóttir , Gunnlaug Ottesen og Jón Ólafur Ólafsson verða að undirrita við fyrstu hentugleika, sum rafrænt.
2. Stjórnin skipti með sér verkum og Þorkell Sigurlaugsson, sem kosinn var formaður á aðalfundi, lagði til að María Heimisdóttir verði varaformaður, Erling Ásgeirsson ritari og Gunnlaug Ottesen gjaldkeri. Þetta var allt samþykkt samhljóða, en Gunnlaug var ekki á fundinum en Þorkell mun ræða við hana sérstaklega. Jón Ólafur Ólafsson og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir meðstjórnendur.
3. Guðlaug Rakel kynnti heimsókn frá Hvidövre hospital sem hún stendur fyrir. Þann 26. maí nk. koma 4 aðilar frá Hvidövre til landsins í þeim tilgangi að kynna sér stöðu heilbrigðismála hér á landi og sér í lagi að fræðast um framkvæmdirnar við Hringbraut. Einnig til að kynna sitt byggingaverkefni. Þriðjudaginn 28. maí er áformaður fundur með gestunum í höfuðstöðvum LSH í Skaftahlíð kl. 9:00 12:00. Danirnir munu þar vera með kynningu á nýbyggingum í Hvidövre og flutningum í hinn nýja spítala. Þorkell form. mun kynna samtökin Spítalinn okkar. María mun ræða við Jón Hilmar og Lilju frá LSH um þátttöku þeirra á fundinum og Erling / Þorkell munu ræða við Gunnar Svavarsson NLSH um kynningu og skoðunarferð á byggingarstað við Hringbraut milli kl. 11:00-12:00 sama dag.
4. Umræður um helstu verkefni fram undan með tillit til breytinga á samþykktum félagsins. Rætt um að velja af kostgæfni þau mál sem samtökin munu leggja áherslu á. Í því sambandi var mönnum tíðrætt geðheilbrigðismál og byggingu nýrrar geðdeildar. Einnig var rætt um göngudeildarhús með viðbótar legurýmum. Göngudeildarhúsið mun tilheyra 2. áfanga framkvæmdanna við Hringbraut sem er ófjármagnaður. Þorkell heyrir í Gunnari með það.
5. Kynningarmál og fjölgun félaga eru tengd mál.
6. Undir liðnum önnur mál var rætt um breytingar á lögunum um NLSH. Rætt um að fá góða kynningu á málinu um leið og það er tímabært.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30
Fundargerð ritar Erling Ásgeirsson