112. fundur stjórnar
Haldinn 26. mars 2024 í Grósku Bjargargötu 1 kl.15:00.
Mættir voru Anna Stefánsdóttir form., Þorkell Sigurlaugsson varaform.,Guðrún Ágústsdóttir, Erling Ásgeirsson. Gunnlaug Ottesen og Jón Ólafur Ólafsson voru á TEAMS.
Stjórnarform. Anna Stefánsdóttir setti fund og stjórnaði.
- Aðalfundur Spítalans okkar 23. apríl n.k.
- Stjórnarkjör. Þorkell upplýsti um nýja stjórnarmenn sem gefa kost á sér til stjórnarsetu á aðalfundinum 23. apríl n.k. Það eru þær Anna Sigrún Baldursdóttir, María Heimisdóttir og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir. Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Erling Ásgeirsson gefa öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Þorkell Sigurlaugsson gefur kost á sér sem formaður stjórnar.
- Fundarstjóri. Helga Már Halldórsson arkitekt hefur tekist á hendur fundarstjórn á aðalfundinum.
- Fundarstaður aðalfundarins er Nauthól í Nauthólsvík.
- Erindi í lok fundar. Rætt var um að fara fram á það við Gunnar Svavarsson að hann væri með erindi í lok fundarins, Anna Stefánsdóttir tók að sé að ræða við forstjóra LSH um að hann eða einhver á hans vegurm væri einnig með erindi í lok fundarins.
- Önnur mál.
- Nokkur umræða varð um breytingar á samþykktum (lögum) Spítalans okkar. Einkum er það 4. grein sem ágreiningur var um. Ákveðið var að fella út að auka stuðning við mönnun og rekstur Landspítala. Þorkell tók að sér að umorða greinina og senda á stjórnarmenn í tölvupósti.
Fundi slitið kl.17:30
Fundargerð ritar Erling Ásgeirsson