Landsamtökin Spítalinn Okkar stendur fyrir málþings um framtíð íslenskrar heilbrigðisþjónustu í tengslum við nýjan Landspítala mánudaginn 31.mars kl.13.00-16.00 á Hilton Nordica með aðalfyrirlesara, Birgitte Rav Dagenkolv forstjóra Hvidovre Spítalans í Kaupmannahöfn. Lýsir hún uppbyggingu og flutningi í nýbyggingu við spítalann. Kynnt verður auk þess undirbúningur flutninga í meðferðarkjarnann og svo heildarþróun allra bygginga innan og utan Hringbrautarsvæðisins til lengri framtíðar.
Ókeypis er á viðburðinn!
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér!
13.00-13.15 - Upphafsorð. Kynning á hlutverki Spítalans okkar
Þorkell Sigurlaugsson formaður samtakanna
13.15-14.00 - Kynning á uppbyggingu sjúkrahússins í Hvidovre
Birgitte Rav Dagenkolv, forstjóri Hvidovre spítalans í Danmörku
14.00-14.30 - Flutningur á nýjan stað
Jón Hilmar Friðriksson, forstöðumaður hjá Landspítala um undirbúning flutnings í meðferðarkjarna og rannsóknarhús
14.30-14.50 - Kaffihlé
14.50-15.15 - Kynning stýrihóps um heildaruppbyggingu Landspítala til framtíðar.
Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um sjúkrahúsbyggingar
15.15-15.50 - Pallborðsumræður
Birgitte Rav Dagenkolv, forstjóri Hvidovre spítala
Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala
Gunnar Líndal Sigurðsson, verkefnastjóri nýbyggingar sjúkrahússins á Akureyri
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
15.50 Lokaorð
Alma Möller, heilbrigðisráðherra
Eins og dagskráin ber með sér verður rætt um ýmis tækifæri og áskoranir sem framundan eru. Hlutverk Spítalans okkar er ekki eingöngu að huga að uppbyggingu Landspítala sjálfs, heldur ekki síður að horfa til tengdrar þjónustu eins og heilsugæslu, byggingu hjúkrunarheimila og annað sem hefur áhrif á starfsemi Landspítala. Takið endilega þátt með fyrirspurnum til þeirra sem eru í pallborði. Ókeypis er á viðburðinn meðan húsrúm leyfir, því hvetjum við þig til að skrá þig hér á skráningartakkann í færslunni hér fremst að ofan.
Stjórn Landsamtakanna Spítalinn okkar.