118. fundur stjórnar Spítalans okkar.
Haldinn 24.okt.2024 í Grósku Bjargargötu 1 kl.16.00.
Mættir voru úr stjórn Spítalans okkar. Þorkell Sigurlaugsson form., Erling Ásgeirsson, Anna Sigrún Baldursdóttir, Gunnlaug Ottesen og María Heimisdóttir.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Jón Ólafur Ólafsson boðuðu forföll.
Dagskrá fundarins.
1. Fyrirhugaður fundur í Skaftahlíð 24, 31.okt. n.k. kl. 15.00
2. Önnur mál.
Eftir stjórnarfund Spítalans okkar 19.júní sl. var bókað:
Rætt um helstu verkefni á haustmánuðum. Margar spurningar komu upp í þessum umræðum ss. í upphafi var veigamikið samráð við fagfólk á spítalanum margar vinnustofur reknar, hermilíkön smíðuð o.s.frv.. Lítið hefur verið um slíka starfsemi að undanförnu. Það kann að vera áhyggjuefni að e.t.v. er verulegur hluti þess starfsfólks sem kom að þessari vinnu í upphafi ekki lengur í vinnu hjá spítalanum. Hvað verður um gömlu húsin, hvað verður um Borgarspítalann osfv. Gæti geðdeildin eða geðspítalinn ekki verið á lóðinni í Fossvogi. Er hægt að vinda ofan af þeim skipulagsbreytingum sem gerðar voru.
Stjórn Spítalans okkar hefur ályktað um að áherslumál samtakanna næstu misserin verði á Geðheilbrigðismál og Hjúkrunarheimili (fráflæðisvandann)
Geðheilbrigðismál: Það er gleðiefni að NLSH hafi verði falið að gera áætlanir og annast uppbyggingu nýs Geðsjúkrahúss. Gott innlegg til þessa verkefnis var fyrirlestur á málstofu NLSH 20. janúar sl. um nýjungar í byggingu geðsjúkrahúsa (straumar og stefnur). Eitt fyrsta atriðið í þessu verkefni er að finna húsinu stað. Kemst það fyrir við Hringbraut ?. Rétt er að benda á í þessu sambandi nýja skipulagstillögu Reykjavíkurborgar sem er í auglýsingu um að ný íbúðarbyggð rísi í nágrenni Borgarspítalans , sem mun ef af verður útiloka frekari uppbyggingu heilbrigðisstofnana í Fossvogi. Getum við haft áhrif á að því verði breytt.
Hjúkrunarheimili. Alvarlegur skortur á hjúkrunarrýmum skapar eldri borgurum þessa lands óöryggi og miklum vandræðum. Að auki veldur hann fráflæðis vanda á spítölum þannig að eldri borgarar verða að ósekju til vandræða inni á spítölunum. Þessi staða er löngu fyrirsjáanleg og sjálfstætt rannsóknarefni hvað veldur. Sveitarstjórnarmenn fullyrða að ekki standi á þeim og víða séu lóðir tiltækar með litlum fyrirvara. Forystumenn í heilbrigðismálum tala sem þessi uppbygging sé algert forgangsmál og fjármögnun sé tryggð en ekkert gerist. Upplýst var á fundi stjórnar að ný hjúkrunarrými á þessu ári séu samtals 6.
Önnur mál. Einnig rætt um mikilvægi göngudeildarhúss, meðferðarheimili, vantar hjúkrunarstarfsfólk, lífsgæðakjarnar.
Á fundinn þann 31.okt. nk. eru boðaðir.
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans, Ásgeir Margeirsson framkvæmdastjóra stýrihópsins, Jón Hilmar Friðriksson verkefnastjóra nýs Landspítala hjá LSH, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóra NLSH og Unnur Anna Valdimarsdóttir forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Stjórn Spítalans okkar Þorkell Sigurlaugsson, Erling Ásgeirsson, María Heimisdóttir, og Anna Sigrún Baldursdóttir, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Gunnlaug Ottesen.
Fundarstaður er í húsnæði LSH í Skaftahlíð 24 kl. 15:00 í boði Runólfs.
Dagskrá fundarins sem reiknað er með að ljúki eigi síðar en kl.17:00.
Framsögu erindi 10.mín hvert.
1. Þorkell Sigurlaugsson aðfararorð, 2. Gunnar Svavarsson staða framkvæmda,3. Ásgeir Margeirsson stóra myndinn,4. Jón Hilmar Friðriksson undirbúningur flutninga,5. Unnur Anna Valdimarsdóttir viðhorf Heilbrigðisvísindasviðs HÍ,6. Runólfur Pálsson Staðan hjá LSH.
2. Almennar umræður, spurningar og svör. Hvar getum við orðið að liði. Málstofu/málþing, almennt kynningarstarf. Taka ákveðin tiltekin verkefni?
Önnur mál. Þorkell sagði frá aðkomu sinni að undirbúningi á vegum Vísindagarða Hí að stofnun Rannsóknarseturs. Leitað er eftir samstarfsaðilum jafnt opinberum- sem einkaaðilum til að koma á fót rannsóknarsetri á stórum skala búnu nýjustu og fullkomnustu tækjum sem völ er á. Þegar hefur verði fjárfest í svokölluðum ClausterMarket hugbúnaði sem heldur utan um rannsóknartæki og þann búnað sem til er í landinu. Nýtt rannsóknarsetur er fyrirhugað í Vatnsmýrinni og að það verði í eigu Vísindagarða eins og allt landsvæðið á þessu svæði undir þeim byggingum sem þar er auk þess sem Vísindagarðar HÍ eiga Hús Ísl. Erfðagreiningar.
Fundinum lauk kl. 18:00 með því að formaður sleit fundi.