Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra: Grensásdeild er leiðandi í endurhæfingarþjónustu hér á landi og ég er sannfærður um að hið nýja húsnæði mun styðja vel það öfluga starf sem fram fer á Grensásdeild Landspítala á hverjum degi,.
Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýs Landspítala: Ennþá eitt skrefið hér í Grensásverkefninu með þessum samning um fullnaðarfrágang nýbyggingarinnar. Jarðvinnuþátturinn og hönnunarstörfin gengu almennt vel og ber að þakka öllum þeim sem hafa komið verkefninu hingað á þennan stað. Það er engin bilbugur á neinum gagnvart markvissri uppbyggingu hér á þessum góða og mikilvæga stað,.
Karl Andreassen forstjóri Ístaks: "Við hjá Ístak erum stolt af því að vera hluti af uppbyggingu Grensás verkefnisins. Það er ánægjulegt að taka þátt í verkefni sem þessu í þágu samfélagsins sem fellur vel að þeim verkum sem að við höfum unnið að í nær 55 ára sögu fyrirtækisins,.
Sjá nánar :
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/07/09/skrifa_undir_staekkun_grensasdeildar/