Spítalinn okkar, lífleg fundarherferð


Eftir áramótin hefur Spítalinn okkar staðið fyrir fjölmörgum fundum með ýmsum aðilum þar sem nýbyggingaráform í tengslum við endurbætur á húsakosti Landspítala eru kynnt.  Í gær var röðin komin að starfsmönnum Landspítala Fossvogi  þar sem Anna Stefánsdóttir og Jóhannes M.Gunnarsson  héldu stutt erindi í matsal spítalans. Á næstunni verða haldnar fleiri kynningar og góður rómur hefur verið gerður af þeim erindum sem haldin hafa verið. Samtökin munu á næstunni fylgja eftir kynningaráætlun samtakanna með fundum m.a. hjá fyrirtækjum og stofnunum ásamt félagasamtökum.