Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Páll Matthíasson forstjóri Landspítala rita grein í Fréttablaðið í dag um uppbyggingu húsakosts Landspítala. Þar kemur fram að tími uppbyggingar sé hafin, enda sé víðtæk samstaða um nauðsyn þess að endurnýja húsnæði spítalans.
Í greininni fara þeir yfir þau rök sem liggja að baki staðarvali við Hringbraut. Fram kemur að við staðarvalið hafi verið horft til þriggja þátta: góðs aðgengis, hagkvæmni í uppbyggingu og samstarfs við stofnanir. Niðurstaðan sé ávallt sú sama að Hringbrautin hafi þá kosti sem vega þyngst hvort sem horft er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Greinina má lesa hér