Höldum áfram á markaðri braut var yfirskrift erindis sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra flutti á morgunverðarfundi Félags atvinnurekenda um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Ráðherra sagði í erindi sínu að ákvörðun um uppbygginguna byggðist á skýrum vilja og sterkum rökum. Ráðherra rakti í erindi sínu undirbúningsvinnu vegna uppbyggingar Landspítala undanfarin sex ár, allt þar til fyrsta skóflustungan að sjúkrahóteli á Landspítalalóðinni við Hringbraut var tekin í nóvember síðastliðnum:
Margítrekuð skoðun málsins, umfjöllun fagaðila, endurmat á faglegum niðurstöðum og umfjöllun Alþingis hefur alltaf leitt okkur að sömu niðurstöðu sem felur í sér uppbyggingu við Hringbraut sagði ráðherra.
Sjá frétt á heimasíðu velferðarráðuneytis og frétt frá fundinum á heimasíðu Nýs Landspítala.