Mikil gróska í starfi Spítalans okkar

Anna Stefánsdóttir, formaður
Anna Stefánsdóttir, formaður

Fyrsti aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar var haldinn 26. mars í Háskólanum í Reykjavík. Það má með sanni segja að starf samtakanna um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala hafi verið öflugt á fyrsta starfsárinu. Haldin voru málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur og í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Forystumenn samtakanna héldu fjölmarga kynningarfundi víða í félagasamtökum, þingflokkum, fyrirtækjum og stofnunum. Megináhersla kynningarstarfsins á fyrsta árinu hafa verið þær að kynna nýbyggingaráform í tengslum við endurbætur á húsakosti Landspítala.

Anna Stefánsdóttir, formaður sagði: „Samtökin Spítalinn okkar, sem voru stofnuð fyrir ári, hafa með öflugu kynningarstarfi lagt sitt á vogarskálarnar til að upplýsa almenning um gildi þess að endurnýja húsakost Landspítala og hversu brýnt það sé“.

Aðalfundurinn var fjölsóttur og mörg spennandi verkefni bíða úrlausnar nýrrar stjórnar á næsta starfsári.