Þetta var einstaklega ánægjuleg athöfn enda markar hún upphaf uppbyggingar Landspítala við Hringbraut. Samhliða því að framkvæmdir við sjúkrahótelið hefjast heldur fullnaðarhönnun meðferðarkjarnans áfram en fjölmargir starfsmenn taka þátt í þeirri vinnu. Óhætt er því að segja að mikill kraftur sé í uppbyggingarstarfinu.
Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Hér má sjá myndband frá athöfninni sem fylgir pistli Páls.