Málþing í Ráðhúsi Reykjavíkur

Spítalinn okkar stendur fyrir málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 27. nóvember nk.  Málþingið er liður í viðburði sem stendur yfir í Ráðhúsinu dagana 27. 28. og 29. nóvember.  Að loknu málþinginu kynnir Helgi Már Halldórsson arkitekt og forsvarmaður SPITAL hópsins hönnun fyrirhugaðra nýbygginga Landspítala.

SPITAL er heiti hóps arkitekta- og verkfræðifyrirtækja sem báru sigur úr býtum í samkeppni um deiliskipulag og byggingar nýs Landspítala við Hringbraut.  Þeir hönnuðu nýbyggingar Landspítala í samráði við bygginganefnd og starfsfólk Landspítala.

Í Ráðhúsinu verða  m.a sýndar myndir af núvernandi húsnæði Landspítala og kynnt helstu rök Spítalans okkar fyrir því hvers vegna nauðsynlegt er að halda áfram vinnu við undirbúning að nýbyggingum Landspítala og hefja framkvæmdir strax að því loknu.

Dagskrá málþingsins hér (pdf)